Kirkjuritið - 01.02.1965, Blaðsíða 32

Kirkjuritið - 01.02.1965, Blaðsíða 32
126 KIltKJUKITIÐ álierzlu á svokallað barna- og æskulýðsstarf, og þar liefur ýinis- legt vel tekizt, en ég óttast, að' sú einliliða áherzla, sem á þetta liefur verið lögð liin síðari ár, sé raunverulega flótti frá því sem mikilvægara er og erfiðara, — þ. e. a. s. að fá foreldrana sjálfa til þess að taka þátt í trúariðkunum kirkjunnar. Vissulega á barnaguðsþjónustan, — eða livað menn nú nefna þessa samkomu, — vissulega á hún, eins og málum er liáttað að vera einn þáttur kristilegrar mótunar harnsins og þar með fermingarundirbúningsins í víðtækara skilningi, en ég hygg, að veruleg almenn álirif til kristilegrar mótunar liafi hún því aðeins, að foreldrarnir komi þangað með börnunum, — að foreldrar og börn eigi sameiginlegar helgistundir. Það er fyrir slíkar sameiginlegar helgistundir forehlra og barna, ungra og gamalla, sem liin kristna arfleifð liefur horizt frá einni kynslóð til annarrar, — öld af öld. Og það er víst ,að liafi foreldrarnir fylgt börnum sínum ungum til barnaguðsþjónustunnar, þá verður þeim eðlilegra og Ijúfara að sækja með þeim messuna, þegar til liins eiginlega fermingarundirbúnings kemur, — og auðvitað er æskilegt, að foreldrarnir liafi haft börnin með sér til messunnar áður, — en alveg regluleg kirkjuganga fermingarbarnanna er vissu- lega inikilvægur og ómissandi þáttur fermingarundirbúnings- ins, sé á fermingarundirbúninginn og ferminguna lilið sem leiðsögn og vígslu til fullrar þátttöku í safnaðarlífinu. En nú eru það ekki foreldrarnir einir, auk prestsins, er liafa með kristindómsfræðslu harnsins að gjöra, áður en kemur að liinum eiginlega fermingarundirbúningi. Þar liefur skólinn einnig miklu lilutverki að gegua. Kristindómfræðsla skólans er mikilvægur þáttur þeirrar viðleitni að hlýðnast fyrirmælunuin í innsetningarorðum skírnarinnar, þar scm ekki er aðeins talað um skírn, heldur og kennslu. Ég mun liér ekki fjölyrða mjög uin kristindómsfræðslu skól- ans, vil aðeins undirstrika mikilvægi liennar og þetta, að hún hlýtur fyrst og fremst að vera í kennslu fólgin. Ásamt leiðsögn foreldranna og harnastarfi prestsins á kristindómskennsla skól- ans að veita barninu þá þekkingu á Jesú Kristi, lífi lians, boð- skap og starfi, að unnt sé að byggja þar á í hinum eiginlega fermingarundirhúningi, sem miðar svo að því að gæða þessa

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.