Jörð - 01.09.1932, Blaðsíða 6
4
NYTJ'UM LANDIÐ
[Jörð
landsins til fyrirstöðu af lítt viðráðanlegum ástæðum,
þá held ég, að ónýtni á náttúrugæði landsins sé meðal
hinna meiri yfirsjóna núlifandi 'kynslóðar íslenzku þjóð-
arinnar; og hefir farið sívaxandi að heita má í hálfa öld
eða svo. Afar vorir og langafar nýttu landið svo að segja
til hins ítrasta eftir þekkingu og getu. Nýtni á öllum
sviðum var þá meðal fastra og fagurra einkenna á ís-
ienzku þjóðlífi. Síðan hefir menningin vaxið — þó að eins
í eigin ímyndun að sumu leyti. Því ekki getur það í
sjálfu sér heitið aukin menning, að leggja niður góðar
venjur, svo sem hverskonar nýtni, án þess að aðrar venj-
ur jafngóðar eða betri komi í staðinn — svo sannarlega
sem menning er jafnvel fyrst og fremst lífrænt kerfi af
venjum, sem greiða fyrir eðlilegum sjálfkrafa gangi og
þróun lífsins. Þannig er það t. d. varla annað en ímynduð
framför, að hætta að afla og neyta fjallagrasa, sölva o. s.
írv., en kaupa í þess stað utanlands frá hvítt hveiti og
þess háttar fyrir of fjár.
Lengst að komna elfan er þannig ónýtni á náttúrugæði
landsins. Önnur elfan erónóg atvinnaí landinu. Að
vísu var megnasti atvinnuskortur hér áður fyr, þegar
þjóðin kunni ekki að nýta land sitt, þrátt fyrir góðan
vilja. En öld umrenninganna leið hjá seint og síðar meir.
Hinn lífgandi vindblær endurfædds atvinnulífs hefir stað-
ið yfir land vort síðan um aldamót eða vel það, og við
það hvarf atvinnuskorturinn gamli úr sögunni. En nú er
fyrir töluverðum tíma tekið að bera á annars konar at-
vinnuleysi: skemmdum ávexti hins nýja Yggdrasils ís-
lenzks atvinnulífs; ávexti, sem aðvarar þjóðina um, að
láta ekki þjóðarmeiðinn vaxa villt og bera úrkynjaða á-
vexti, heldur haga sér sem fullfermur garðyrkj umaður,
er sníður óþarfar greinar burt og beinir þannig hinum
innri straumum lífsmagns trésins í ákveðnar áttir, innan
takmarkaðs svæðis, og nær við það fullþroskuðum á-
vöxtum — knýr fram hinn mesta þunga fullþroskaðra
ávaxta við ákveðna ræktun, er byggist á þekkingu. Þann-
ig hefir undanfarin ár vottað fyrir atvinnuskorti í hinu
nýja atvinnulífi þjóðar vorrar og borið vitni um nokk-