Jörð - 01.09.1932, Blaðsíða 86
84
KRISTUR Á VEGUM INDLANDS
[Jörð
og farvegur sá, sem Kristur kemur eftir til Indlands?
Því að það verður að hafa í huga, að Kristindómurinn er
nú að brjótast út fyrir landamæri kristinnar kirkju.
Mun lcristna kirkjan verða nægilega lík Kristi til þess,
að hún verði siðferðileg og andleg miðstöð þessa kristin-
dóms, sem fer yfir girðingarnar. Eða mun fara svo, að
margir hinir göfugustu andar og ágætustu hugsuðir Ind-
lands veiti Kristi móttöku sem Drottni og meistara lífs
síns, en lifi lífi sínu sem kristnir menn út af fyrir sig
án kristnu kirkjunnar. Ég trúi af öllu mínu hjarta á
kristna kirkju, og trúi, að hún hafi verið miðstöð hins
göfugasta andlega og siðferðilega lífs í heiminum. En
hér verður á vegi kirkjunnar ófyrirséð og ögrandi áskor-
un, sem gæti orðið henni ofjarl, því að þessi kristin-
dómur, sem er fyrir utan, stefnir beint að hjartastað
málefnisins og fullyrðir, að það að vera kristinn sé að
líkjast Kristi. Með því er átt við hvorki meira né minna
en það, að gamlir helgisiðir og reglur og málstaður, er
stenzt fyrir dómstólum, og rétt framsett kenning stoðar
lítið, ef að líf safnaða og einstaklinga kirknanna er ekki
mótað af líkingu við Krist. Verði Kirkjan í framtíðinni
miðstöð Kristindómsins, verður það vegna þess, að hún
reynist miðstöð þess lífs, sem gagntekið er af anda
Krists. í þessu felst áskorun til Kirkjunnar, köllun.
Allt meginefni þessa kapitula má fela í því, sem
bramahni nokkur sagði við mig og hafði hann lagt hend-
ina á öxl mér (enda þótt ég sé einn hinna ósnertan-
legu) : „Herra, yður hættir ef til vill við að missa kjark-
inn, vegna þess að það eru svo fáir hástéttar menn, sem
verða kristnir. Þér þurfið ekki að missa kjarkinn. Þér
vitið ekki hversu langt fagnaðarerindi yðar hefir farið.
Horfið á hig. Ég er bramahni, en ég gæti vel kallað mig
kristinn bramahna, því að ég er að reyna að lifa lífi mínu
eftir kenningu Jesú og anda. Ef til vill kem ég aldrei
fram og verð opinber fylgjandi Jesú Krists, en ég fylgi
honum. Herra, missið ekki kjarkinn. Þér vitið ekki,
hversu langt fagnaðarboðskapur yðar hefir farið“.
Ég missti ekki kjarkinn. Iljarta mitt ómaði í sam-