Jörð - 01.09.1932, Blaðsíða 73
Jörð]
KRISTUR Á VEGUM INDLANDS
71
geta ti! hugar komið, og ]ui munt komast að raun um, að
enginn vegur er fœr þér þangað nema vegur Jesú. En sá
vegur mun líka skila þér þangað“.
Hvað eigum vér þá í kristninni, sem er ekki til
annarsstaðar ? Ég var spurður af heitum fylgjanda Arya
Samaj einmitt þessarar spurningar: „Hvað hafið þér í
trúarbrögðum yðar, sem vér höfum ekki í vorum?“
Ilann bjóst við, að ég mundi fara að kappræða við hann
um það, hverjar siðgæðishugmyndir og heimspekilegar
meginreglur vér hefðum, sem þeir hefðu ekki. Ég svar-
aði: „Á ég að segja yður það með einu orði? Þér
h a f i ð e n g a n Iv r i s t.“ Einmitt í þessu er hin mikla
vöntun ókristinna trúarbragða. Það er margt fagurt í
menningu þeirra og hugsun — það játum vér og þökk-
um Guði það í fullri einlægni; en hin raunverulega
vöntun, vöntun, sem ekkert annað getur bætt upp, er
einmitt Kristleysi. Þau hafa engan Krist. Og er hann
vantar, þá vantar lífið brýnustu nauðsyn sína.
Sadhú Súndar Singh, mikli dulspekingurinn kristni,
sýnir glögglega fram á þetta í samtali við evrópískan
prófessor í trúarbragðasögu við Hindúaháskóla. Pró-
fessorinn var eiviti gagnvart Kristindóminum og leitaði
samtals við sadhúann í því augnamiði augljóslega, að sýna
honum fram á, að það hefði verið misskilningur af hon-
um að hafna öðrum trúarbrögðum vegna Krists. Hann
spurði: Ilvað funduð þér í kristindóminum, sem þér
áttuð ekki í yðar gömlu trúarbrögðum ?“
Sadhúinn svaraði: „Ég fann Krist“.
„Já, ég veit það“, svai’aði prófessorinn dálítið óþolin-
móðlega, því að hann vonaðist eftir að geta komið af
stað lieimspekilegri samræðu. „En hvaða sérstaka megin-
reglu eða kenningu hafið þér fundið, sem þér þekktuð
ekki áður?“
Sadhúinn svaraði: „Það sérstaka, sem ég hefi fundið,
er Kristur".
Hversu mikið sem prófessorinn gjörði sér far um
það, gat hann ekki þokað honum úr þessari aðstöðu.
Þegar hann fór frá honum, þá fann hann, að hann