Jörð - 01.09.1932, Blaðsíða 20
18
NYTJUM LANDIÐ
[Jörð
og tækifæri yrðu hagnýtt með fullri samkvæmni og al-
mennum krafti, svo að máttur þeirra til bjargar þjóð-
inni nýttist í raun og veru nú þegar í kreppunni til nokk-
urrar hlítar og mjög verulegra muna frá þjóðhagslegu
sjónarmiði. Ég þykist þess fullviss, að þjóðin myndi taka
þess háttar ráðstöfunum með gleði og hugprýði og festu,
að sínu leyti líkt því er gerðu þjóðir þær, sem á tíma
ófriðarins mikla voru knúðar bæði af nauðsyn og hugsjón
til samskonar stórmannlegrar samkvæmni í nýtingu
landa sinna. Og þó munurinn sá, svo sem kunnugt er, að
þar var, er frá leið, jafnframt um skort að ræða, en hér
einungis um það að ausa ótæpt af eigin nægtabrunni.
Með því nú, að mér er ekki kunnugt um neina slíka
yfirlitsáætlun, er bendi á, hvernig hinu aðkallandi hlut-
verki verði komið í nokkurnveginn samkvæma og
einbeitta framkvæmd, þá leyfi ég mér að bera
fram hugmynd mína.
Má þá geta þess fyrst, að um svo víðtæk og margvís-
leg samtök er að ræða, að ég tel ekki gerandi ráð fyrir,
að þeim yrði komið í kring- nema með því, að ríkisvaldið
tæki málið í sínar hendur. Álít ég að stofna ætti deild
innan atvinnumálaráðuneytisins, bj argráðadeild,
er hafi forgöngu eða aðgæzlu allra þeirra framkvæmda
og samtaka, sem hér yrði um að ræða. Fyrsta verkefni
hennar yrði að gera einbeitta, faglega rannsókn á mál-
efnum þessum og koma sér niður á undirstöðuatiúðin í
starfi sínu og gera aðrar undirstöðuráðstafanir. En áður
yrði vitanlega að fara fram bráðabirgðarannsókn að til-
hlutun ráðuneytisins, til þess að ganga til fulls úr
skugga um, að bjargráðadeild eigi yfirleitt erindi, og
undirbúa starf hennar. Virðist mér, að ritgerð þessi t. d.
gefi nægilegt tilefni til slíkrar bráðabirgðarannsóknar.
Verkefnin yrðu, að mér sýnist, einkum þessi:
1. Gera áætlun um, að hve miklu leyti skuli reynt
að breyta hlutfallinu milli framleiðslu til útflutnings og
framleiðslu til innanlandsnota.