Jörð - 01.09.1932, Blaðsíða 80
78
KRISTUR Á VEGUM INDLANDS
f Jörð
minni hyg’gju til þess, að unnt sé að benda á indversk-
an mann andspænis persónuleik Jesú) og Kristindóms.
Á næstu tíu eða tuttugu árum mun það sennilega verða
útkljáð, hvert sé hið andlega takmark þessa i'jölmenna
hluta mannkynsins. Þessi leit hinna útskúfuðu er eitt
hið markverðasta fyrirbrigði nútímans, því að þátttak-
endur hreyfingarinnar eru sextíu miijónir.
En það er enn markverðari hreyfing við hinn enda
þjóðfélagsins, meðal hástéttanna. ííreyfingin meðal
lágstéttanna er kölluð Múghreyfingin; hreyfingin með
al hástéttanna vil ég kalla múghreyfingu í hugsunar-
innar heimi, er stefnir til Krists sem persónuleika. Mis-
skiljið mig ekki. Menn þessarar hreyfingar berja ekki
að kirkjudyrum og óska skírnar, og þeir eru heldur ekki
hrifnir af kirkjulegum kenningakerfum vorum né menn-
ingu vorri, en — hugsun þeirra hverfur, svo undrunar-
vert er, að Kristi. Nú er það svo, að ,,það sem tekur at-
hyggli manns, tekur að lokum hann sjálfan“, og ég hygg,
að ég ofhermi hvorki né yki, er ég fullyrði, að Jesús
sé að hertaka athyggli ágætustu hugsenda og göfug-
ustu anda Indlands, og að hann sé að hertaka þá
sjálfa.
Spyrji menn um sönnunargögn fyrir þessu, mun
mér veitast erfitt að benda með fingrinum á þau, af
því að að sumu leyti eru þau svo torhandsamleg, að til
þess að finna blæbrigði breytingarinnar frá beizkju og
hatri til skilningsríkrar samúðar og innri ástar og holl-
ustu, er óhjákvæmilegt að standa í sjálfum hringiðu-
straumnum í lífi Indlans. Ég get aðeins opnað nokkura
litla glugga með því að geta um ýmislegt, sem getur virzt
lítilfjörlegt út af fyrir sig, en kann þó að gefa sýn inn
í yfirgripsmeiri málavexti.
Fyrir nokkurum árum átti ég tal við skyldurækinn
enskan trúboða, konu, sem fannst þjóðernishreyfingin
undarleg og draga úr sér kjarkinn. Ilún var í efa um
það, hvort það kæmi að gagni, að halda áfram kristilegu
starfi á Indlandi, úr því að Bretland hefði misst sið-
ferðilegt hald á landinu. Það var svo mikil beizkja hvar-