Jörð - 01.09.1932, Blaðsíða 114
112
KRISTUR Á VEGUM INDLANDS
[Jörð
Er vér sátum þarna í mjúkum ljóma þessa ind-
verska kvölds, fann hver og einn af oss, að sá er
mælt hafði, hafði rétt fyrir sér. Það myndi þurfa
Krist til að lyfta þeim upp. En sumir okkar fóru lengra
og tóku sjálfa sig- með: Það myndi líka þurfa Krist
til þess að lyfta oss upp. Og ekki voru þeir allir opin-
berir játendur þessa Krists, sem höfðu tilfinningar á
þennan veg.
lndverska þjóðin er ákaflega trúhneigð, og þegar
allur þessi dásamlegi auður andlegra máttugleika verð-
ur lagður undir umráð Jesú, mun árangurinn verða
eithvað sannarlega dýrðlegt. Einn dag komu nokkurir
málsmetandi Hindúar til mín og sögðu: „Það á að verða
stór opinber markaður í K--------(Það er að segja
markaður líkur þeim, sem haldnir eru hjá oss í Ameríku
með sýnisgripum, sýningu landafurða, hestveðhlapum,
útileikjum, glímum o. s. frv.). „Það er nú mjög gott og
blessað, en það er ekkert trúarlegt með. Erindi vort er
að spyrja yður, hvort þér viljið koma og gjöra markaðs-
lífið að einhverju leyti trúarlegt". Ég spurði, hvað þeir
vildu að ég gjörði og þeir svöruðu: „Vér óskum, að þér
komið og flytjið nokkur erindi í durbartjaldinu“ (framb.
dörbar). Ég stóð á öndinni af undrun, því að durbartjald-
ið er tjald hins opinbera, þar sem embættismenn stjórnar-
innar hafa aðsetur. Ég bað þá að fara og vita hvort þeir
gætu fengið það. Þeir komu aftur og voru sárreiðir. „Að
hugsa sér“, sögðu þeir, „embættismaðurinn sagði við
oss, að vér gætum ekki fengið durbar-tjaldið fyrir fund-
ina, því að þá myndi líta svo út sem stjórnin stæði á
bak við trúmálastarfið; en við gætum fengið að halda
þá á glímupallinum, þar sem eru sætaraðir hringinn í
kring. En sú hugmynd, að láta það trúarlega vera á
glímupallinum. En úr því að fundirnir mega ekki vera
í durbar-tjaldinu, viljum við alls enga fundi hafa“. Fund-
ir voru engir haldnir. En þegar ég var að tala við þessa
menn, þá fékk ég hugboð um að Kristur muni ekki verða
hafður sem nein hornreka, þegar Indland játar hann