Jörð - 01.09.1932, Blaðsíða 105
Jörð] KRISTUR Á VEGUM INDLANDS 103
um biturð og fordóma fortíðarinnar, gat ég tæplega
trúað mínum eigin eyrum, því að vér vorum staddir í
háborg rétttrúnaðarins.
í sömu borg var mér boðið af guðspekingum að
tala í samkomusal þeirra. Eftir fyrirlesturinn sagði
formaðurinn: „Ef til vill erum vér ekki sammála herra
Jones í því, sem hann hefir sagt, en vér getum vissu-
lega öll reynt að líkjast Jesú Kristi“. Og með þessu
er töluvert sagt.
í borginni — — voru fundirnir haldnir í ráðhús-
inu. Er komið var að slitum næst seinasta kvöldfund-
arins, sem vér ætluðum að halda, komu leiðtogar hinn-
ar ofbeldislausu mótstöðu í þeirri borg fram fyrir
fundinn og báru upp fyrir mér beiðni nokkura. Þeir
sögðu að næsta dag væri ár síðan, að Mahatma Gandhí
var settur í fangelsi og að sá dagur væri þeim hinn
mikli dagur, og yrði því efnt til mikils fundar á al-
menningstorgi borgai'innar og myndu koma þar um tíu
þúsundir manna. Nú væri það erindi þeirra, að biðja
oss um að sameina þessa tvo fundi. Þeir báðu mig að
tala þar um sama efni, sem ég hafði auglýst fyrir næsta
kvöld, og lofuðu að sjá mér fyrir túlki. Mig langaði
mjög mikið til að fara, því að þetta var svo frámuna-
lega vinsamlegt boð og hafði mikla þýðingu, af því að
þetta var þeirra mesta stjórnmálaráðstefna og þeir
báðu mig að flytja kristilegi; erindi! En næsta kvöld
ætlaði ég að beina þeirri hvatning til þeirra, sem fund
vorn sæktu, að hylla Jesúm persónulega. Þó mér væri
það mjög nauðugt, varð ég að hafna boði þeirra. En
þrátt fyrir það, þó að báðir fundirnir stæðu þannig
yfir á sama tíma, komu eins márgir á fund vorn og
salurinn með nokkuru móti gat rúmað. í lok ræðu
minnar gjörði ég það, sem ég hefi ekki þorað að gjöra
fyr en nú þetta seinasta ár. Ég bað þessa hástéttar-
leiðtoga að fylgja Kristi opinberlega. Ég sagði þeim
blátt áfram, að ég sleppti spurningunni um skírn og
lcristna kirkju óg fæli hana samvizku þeirra. Ég léti
þá vita, hver væri mín skoðun; sem sé, að ég áliti, að