Jörð - 01.09.1932, Blaðsíða 90
88
KRISTUR Á VEGUM INDLANDS
[Jörö
hefir barist með biturð gegn Gandhí og hreyfingu hans,
játar einu sinni í ritstjóragrein, að Gandhí „hafi komið
með hreinskilnina inn í stjórnmálalífið". Hann gjörði
það, sem meira er. Hann kom með krossinn inn í stjórn-
málalífið.
Hreyfingin brást sem stjórnmálahreyfing af því, að
ofríkið komst þar innan dyra. Hún brást, en þó var hún
ekki árangurslaus. Það stefnumark, sem hún keppti
beinlínis að, náðist ekki; en hreyfingin lét eftir sig dýr-
mætar menjar, sem geta aldrei glatast.
Það var einu sinni í Ameríku, er ég hafði lokið fyrir-
lestri um Gandhí, að upp stendur maður og spyr, hvers
vegna ég tali um Gandhí og hreyfingu hans, þar eð bæði
hann og hreyfing hans hafi beðið gjörsamlegan ósigur.
Ég svaraði, að ég gjörði það af því, að ég væri fylgjandi
annars og meiri ósigurs í sögu mannkynsins, — þess
manns, sem grundvallaði ríki, er i upphafi átti góðu
gengi að fagna, en svo endaði æfi sína á krossi, með
sárum, smánarlegum ósigri. En ósigur Golgata var
heimsins undursamlegasti sigur. í leikriti eftir eitt af
sjónleikaskáldum nútímans er hundraðshöfðinginn látinn
segja við Maríu, er hún stendur hjá krossinum: „Ég
segi þér kona, að þessi dauði sonur þinn, sem menn
hafa misþyrmt, smánað og hrækt á, hann hefir i dag
stofnað ríki, sem aldrei getur dáið. Lifandi dýrð hans
stjórnar því. Jörðin er hans og hann skapaði hana.
llann og bræður hans hafa verið að móta og skapa
hana um langar aldaraðir. Þeir eru hinir einustu einu,
sem nokkurn tíma hafa átt hana í raun og sannleika;
hvorki hinir dramblátu, né hinir hégómagjörnu, né hin
stærilátu heimsríki hafa nokkurntíma átt Jörðina. í
dag hefir það borið við hér á hæðinni, sem mun láta
þau ríki riða að grunni, sem eru stofnuð fyrir blóð og
ótta, og gjöra þau að dufti. Jörðin er hans. Jörðin er
þeirra og þeir sköpuðu hana. Þeir, sem eru hógværir;
hinir ógurlegu hógværu; hinir hógværu, sem kveljast
óhemjulega, eru að taka við arfi sínum“. Ef að þeir,
sem eru hógværir, munu erfa Jörðina að lokum, þá