Jörð - 01.09.1932, Blaðsíða 157
JÖl'ð]
TIDÆGRA
155
þín fyrir, að hafa ekki komið jafngáfuðum og' duglegum
manni betur á framfæri. En jafnframt skal ég láta þig
vita, að fátækt máir ekki burt aðalssvip manna, sem auð'
æfin eiga þó til að gera. Margir konungar og önnur stór-
menni hafa verið fátækir, en fjöldi labbakúta aftur á
móti ríkir, og er svo enn í dag. Að því er snertir efa-
blendni þína gagnvart mér, þá ætla ég að ráðleggja þér
að leggja hana alveg til hliðar, ef að þér kemur til hugar
að gefast í ellirúmi tilfinningu á vald, sem þú hefir ekki
kynnst á yngri árum, nefnilega grimmd. Vertu mér bara
eins grimmur og þig lystir; ég mun ekki beita einni bæn
né neinni til að reyna að mýkja þig, ef að þú í raun og
veru ætlar að láta þetta víxlspor (ef að það þá er rétt-
nefni) verða þér að tilefni til að sleppa reiði þinni á mig.
En það ætla ég að láta þig vita, að hvað sem þú kannt að
hafa gert við Guiscardó eða gerir við hann, það skal einn-
ig ganga yfir mig, og það þó að ég verði sjálf að ganga
í það. Haltu svo áfram að fella krókódílstárin jafnframt
því, sem þú sviftir okkur lífinu, ef að þú í raun og veru
álítur, að við höfum brotið það af okkur“.
Jarlinn var ekki blindur fyrir stórmennsku dóttur
sinnar, en gat þó ekki trúað, að hún myndi, er til kæmi,
framfylgjá hótuninni. Þegar hann því var kominn frá
henni og hafði ásett sér að skerða ekki hár á höfði henn-
ar, þá leizt honum ráðlegast að reyna að slökkva sjafnar-
bálið bjarta, er hún stóð í, með því að hella yfir það blóði
sjafnarvaldsins, og skipaði varðmönnunum tveimur að
taka Guiscardó af lífi og rífa úr honum hjartað og færa
sér; var því öllu hlýtt. Næsta dag lét jarlinn fá sér stór-
an og fagran gullbikar og lagði í hann hjarta Guiscardós
og lét trúnaðarþjón sinn færa Ghísmondu með svofelldri
orðsendingu: „Faðir yðar biður yður að taka við þessu
svo sem til huggunar við missi þess, er þér unnið heit-
ast, eins og þér sjálfar hafið hughreyst hann og huggað,
er hann missti það, sem honum þótti mest um vert af
öllu“.
Ghísmonda, hin stórláta kona, hafði samt ekki horfið
frá fyrirætlun sinni, heldur hafði hún jafnskjótt og faðir