Jörð - 01.09.1932, Blaðsíða 96
KRISTUR A VEGUM INDLANDS
[Jörð
94
skringilega við, eins og þegar þjóðernissinna hindúi,
sem var yfii'heyrður af brezkum dómara, hóf vörn
sína með þessum orðum: „Og mín vegna munuð þér
leiddir verða fyrir landshöfðingja og konunga og valds-
menn“, og lauk ræðu sinni með orðunum: „Faðir fyr-
irgef þeim, því þeir vita ekki, hvað þeir gjöra“.
En hinn raunverulegi kraftur þessa hugsunarhátt-
ar verður átakanlegur, þegar Gandhí sjálfur kennir með
dæmi sínu. Hann er reiðubúinn að beita meginreglum
sigurvinningar með sálarafli, eigi aðeins gegn brezku
yfirvöldunum, heldur engu síður gegn sinni eigin þjóð,
þegar hann finnur, að hún hefir rangt fyrir sér. Það
myndi auðvitað hafa lítil eða engin áhrif, ef að Gandhí
væri ekki hreinskilinn í híosta veldi og gjörsamlega
óttalaus maður.
Þegar hann var í Suður-Aíríku og beitti þar sinni
ofbeldislausu mótstöðu gegn suður-afríksku stjórninni (í
þeirri baráttu vann hann sigur), þá bar það við aftur
og aftur, að verkamennirnir, sem hann barðist fyrir
með andlegum vopnum einungis, brugðu frá ákveðinni
bardagaaðferð. Hann rökræddi við þá og mótmælti at-
ferli þeirra, en það bar engan árangur. Loks fór hann
burtu, án þess að segja eitt orð, og tók að fasta.
Hann hafði fastað tvo daga, þegar sá orðrómur komst
í almæli meðal þeirra, að Gandhí fastaði vegna þess,
hvernig þeir höguðu sér. Sú vitneskja breytti veðri í
lofti á svipstundu. Þeir komu til hans með spenntum
greipum og báðu hann um að hætta að fasta, og þeir
lofuðu honum því, að ]jeir skyldu gjöra, hvað sem
væri, ef hann aðeins hætti að fasta. Kærleikur, sem
þjáist, hafði sigrað.
í ashram hans sagði einn drengjanna honum eitt-
hvað, sem hann trúði í fyrstu; en síðar komst hann
að raun um, að liann hafði logið að honum. Gandhí
kallaði skólann á fund og sagði hátíðlega: „Drengir,
það hryggir mig, að ég hefi komist að raun um, að
einn yðar er lygari. Ég refsa með því, að ég fer og
fasta í dag“. Ýmsir kunna ef til vill að brosa að þessu;