Jörð - 01.09.1932, Blaðsíða 239
Jörð]
JJAKKIR
237
s o n, prentmeistari á Akureyri, faðir ritstjórans. Lagði
hann til gefins pappír og prentun alls 1. árgangs-
ins og jafnframt þá alúð um prentun myndanna,
þar á meðal rnyndar með eðlilegum litum, sem er prent-
smiðju hans til frábærs vitnisburðar. í sambandi við
þenna mesta velgerðarmann „Jarðar“ verður ekki kom-
ist hjá að minnast að eins nafnlaust þeirra örfáu manna,
sem þegar frá upphafi studdu ritið með ritsmíðum eða á
annan hátt. Einnig þeir hafa með trú sinni unnið „Jörð“
ómetanlegt gagn.
Enn beinum vér þökkum vorum til þeirra, er þegar
hafa gerst áskrifendur eða greitt fyrir ritinu á annan
hátt.
Þakkir! Innilegar þakkir!
0 S S dettur nú í hug einn „Erpurinn", Steingrím-
ur Matthíasson læknir og rithöfundur — eða öllu heldur
ummæli hans nokkur í grein, er hann ritaði um „Jörð“
og ritstjóra hennar í „Dag“; grein sem lýsir höfundin-
um sjálfum undravel. Eftir því, sem honum skilst á
„Jörð“ (sem hann yfirleitt safnar glóðum elds yfir höf-
uðið á með samúð, trausti og viðurkenningu), þá ætti
ritstj. „ekki yndi vera“ að neinu — þrátt fyrir „náttúru-
tilbeiðsluna" — „nema hann finni Jesú í hjarta, æð og
anda“, og telur Stgr. það „líklega heimsku sinni að
kenna, hvað hann eigi bágt með að botna í“ tvískinn-
ungi þeim, sem honum virðist víst þarna vera um að
ræða. Oss langar til að reyna að gefa stutta skýringu,
þó að e. t. v. takist hún ekki betur en það, sem „Jörð“
flutti í þá átt í I. árg. og Stgr. M. telur óljóst. ;
Honum finnst víst, að vér séum eins og að reyna að
hafa Jesú allstaðar með, án þess eiginlega að geta það;
Jesús sé nokkurs konar barnsátrúnaður vor, sem vér
vegna tryggðar reynum að taka með oss inn í veröld
þeirrar raunverulegu trúar, sem oss muni hafa áskotnast á
þroskaaldri.
Sannleikurinn um þetta er sá, að „náttúrutilbeiðsla“
vor, hin raunverulega trú vor, sem hefir knúið oss til