Jörð - 01.09.1932, Blaðsíða 141
Jörö] ANDLEGAR UNDIRRÆTUR LÍKAMSHEILSU 1:59
var það, að megin athygli hans snerist aft-
ur að Guði. Við það fékk hann trú á sjálf-
a n s i g o g m a n n 1 e g t 1 í f y f i r 1 e i 11.
Margt fólk fer með líkamskvilla til læknis, sem eiga
rætur sínar að rekja til djúprar depurðar og þess háttar.
Líkamlegar læknisaðgerðir komast aldrei fyrir ræturnar
á meinum þeirra. Því fyr sem læknisfræðin áttar sig að
fullu á, að líkamleg veikindi eiga ósjaldan andlegar or-
sakir, ekki síður en hitt, að líkamlegar orsakir draga oft
ti! andlegra meina, því fyr fær mannkynið læknisfræði,
sem svarar til hinna raunverulegu þarfa.
S u m i r v e r ð a a 1 d r e i f r í s k i r f y r, e n
þeim hefir verið komið á að hefja sig upp
ú r ó 11 a n u m.
ÖNNUE algeng orsök vanheilsu er r e i ð i. Það er
sama, hvaða mynd hún tekur á sig: hefnigirni, gremja,
illgirni, sem eftir er látið, hatur — hún eitrar beinlínis
líkamann. Kirtilvökvar, sem líkaminn framleiðir til innri
nota, breyta samsetningu sinni undir áhrifum reiði. Rök
þeirrar staðreyndar munu meðfram liggja í því, að
fyrrum varð maðurinn tiltölulega oft að snúast líkamlega
öndverður gegn óvinum; þegar svo bar undir var gervöll-
um kröftum líkamans einbeitt með þeim hætti, að nýrna-
hetturnar dældu magnandi safa í blóðið, er adrenalín nefn-
ist. Nú orðið horfir þetta öðru vísi við. Þegar vér seinni
alda menn reiðumst, þá fer að vísu adrenalínið i blóðið —
en vér notum það ekki til aleflisáfloga — og það snýst í
skaðvænt eitur.
Ég hefi séð konu nokkura úttaugaða á sál og lík-
ama, með bilaðar taugar og þorrna krafta, — en ormur-
inn, sem nagaði rætur heilsu hennar var — hatur. Hún
hataði einn meðlim fjölskyldu sinnar með harðvítugri, af-
brýðisfullri beizkju, sem hún sjálf viðurkenndi, að hefði
gerspillt lífi hennar. Og e. t. v. var þetta þeim mun
meira rétthermi, sem hún hafði lagt áherzlu á að dylja
hatrið, svo að sá, er það beindist að, vissi ekki um það.
Góð heilsa líkamans glæðir ljúflyndi, og ljúflyndi