Jörð - 01.09.1932, Blaðsíða 181
KRISTINDOMUR OG HEIÐNI
179
Jörö]
alla menn upp í díglu blindrar framvindunnar, þ v í a ð
þrátt fyrir allt eru það menn er við metum mest; þá
þráum við, þeirra leitum við.
Arnór Sigurjónsson.
Kristindómur og heiðni.
F R A M A N S K R Á Ð grein er sem skrifuð út úr
hjarta „Jarðar“ og gerir grein fyrir sjónarmiði, sem er
ákaflega mikilsvert og tímabært íslenzkum trúmönnum.
Eins og drepið er á í annari smáathugasemd, sem birtist
í þessu hefti „Jarðar"1) og skrifuð var áður en vér viss-
um neitt um grein Arnórs, þá verður lærisveinn Jesú
Krists, m. ö. o. maður, sem treystir sannleika og lífi í
nafni Jesú, að líta svo á, að t. d. norræn heiðni standi í
ýmsum atriðum fagnaðarerindinu nær en ýmislegt, sem
alvanalegt hefir verið að telja kristna skoðun og kenn-
ingu.
Fagnaðarerindið er einungis einföld og sönn upplýs-
ing um sannleikann og lífið. Og einlægustu hugsuðir,
beztu drengir þess hluta mannkynsins, sem ekki þeklcti
Jesú Krist, hafa vafalaust haft meiri hollustu til að bera
gagnvart sannleikanum og lífinu, en ýmsir einstaklinga
þeirra, sem mótað hafa kirkjur og kristindóm eftir daga
Jesú — að ekki séu nefnd áhrif tíðaranda og menningar
og almenns hugsunarháttar heilla þjóða á Kristindóminn,
er hann lagði leið sína um — t. d. áleiðis til vor.
Mannkynið er að vísu eitt, liin mannlega hugsjón að
eðli sinu ein, eins og Mannssonurinn er einn. Því teljum
vér það, sem hverja aðra hjartalausa tildurvizku, þegar
t. d. talað er um, að „Germanir" þurfi að ,,fá sér“ eða
endurvekja trúarbrögð út af fyrir sig og þess háttar. í
grein Arnórs er um allt ’annað og sannara að ræða: það
hlutverk íslendinga (og norrænna þjóða yfirleitt) að nota
sér aðstöðu sína sem varðveitendur fornnorræns dreng-
J) Sbr. Fagnaðarerindið og trúin á samfélagið.
12*