Jörð - 01.09.1932, Blaðsíða 173
Jörð]
ARFUR NORRÆNNAR HEIÐNI
171
það deyr; en í því er sífelld gróska; það skýtur nýjum
og nýjum sprotum. Og lífið er gott, „betra er lifðum en
sé ólifðum“. Fögnuður náttúrubarnsins brýzt út í lof-
söng um „hina fjölnýtu fold“, sem fóstrar í faðmi sér
allt þetta undursamlega líf. Til eilífðar endurfæðist lífið.
Þó að einstaklingarnir hverfi, lifa þeir áfram í verkum
sínum og niðjum kynslóð eftir kynslóð, öld eftir öíd. En
þó að gróður lífsins gæti verið undursamlega sterkur og
fagur, bjó dauðinn í honum, í andstæðum og ósamræmi.
Sigur og ósigur urðu jafnan samferða, nótt fylgdi degi,
allt átti sín Eagnarök. Eigi fyrr en á síðustu öld heiðn-
innar við morgunbjarma kristins siðar reyndu forfeður
ckkar að einangra hið heilaga og fagra í guðdómi Bald-
urs hins góða; en það varð þeim ekki efni í sigursögu,
heldur harmsögu: Baldri var unnað af öllum, goðum og
mönnum, því ; ó liann var fegurstur allra, líknsamastur
og réttdæmastur. En sú náttúra fylgdi honum, „að engi
mátti haldast dómur hans“. Hann var ímynd alls þess
bjartasta, er lífið gaf, en um leið í ósamræmi við lífið
eins og það var, og eins og það hlaut að vera. Því gátu
dómar hans ekki haldizt. Og sjálfur var Baldur lífinu of
góður. Því féll hann ungur fyrir mistilteininum úr hendi
Haðar hins blinda bróður síns. Þó að goðin hefðu látið
alla hluti, kvika og dauða, sverja þess eið, að vinna hon-
um ekki mein, varð það honum til falls aðeins; þau gerðu
sér íeik að skjóta bitrustu vopnum að Baldri, og Loki
hinn lævísi gat laumað mistilteininum, sem fallið hafði
undan við eiðtökuna, í hönd Heði. — Frigg grét son sinn
og allir Æsir og menn. Og Baldur átti að fá að vakna til
lífsins aftur, ef allir hlutir, dauðir og lifandi, vildu gráta
hann úr Helju. Gýgurinn Þökk grét þurrum tárum, og
Hel hélt því, er hún hafði. Dauðanum varð eigi útrýmt úr
lífinu. Og eftir dauða Baldurs var séð fram á vaxandi ó-
frið og spillingu meðal goða og manna — og að lokum
var allt dæmt til að farast í Ragnarökum, þegar Jörðin
átti að sökkva i sæ sem brennandi valköstur.
Að vísu átti Líf og Lífþrasir að lifa Surtarloga í
Haddmínisholti og þaðan fæðast nýir menn. Að vísu áttu