Jörð - 01.09.1932, Blaðsíða 33
Jörð]
NYTJUM LANDIÐ
31
ekki sé nefnd vinnan, að mestu leyti sjálfu sér nógt, þá
á líka að vera vinnandi vegur að halda uppi verðinu á
innanlandsafurðum og vinnu með landaurafyrirkomulag-
inu; menn eru ekki of góðir til að taka við rífleguin lífs-
nauðsynjum sem gjaldeyri, þó að framleiddar séu innan-
lands, þegar um svo víðtækar lífsnauðsynjar er að ræða,
að á sviði fæðis og klæðis má leikandi komast af með
þær án teljandi kaupa utanlands frá. Peningaborgun yrði
fyrir því yfir árið nægileg handa öllum til þess, að þeir
gætu keypt það af innflutningsvöru, sem í raun og veru
væri þörf á. Landauragjaldmiðillinn, e. t. v. eitthvað
breyttur eftir breyttum tímum, er ]æim mun aðgengilegri
nú en áður var, sem um fleiri framleiðsluvörur ætti að
geta verið að ræða1).
5. A Ð Þ V í er snertir u t a n r í k i s v e r z 1 u n,
þá myndi bjargráðadeild leita samvinnu við S. I. S. og
heildsala um það, hver innkaup yrðu gerð til landsins, eft-
ir að hafa áttað sig á meginstefnu þeirri, sem hún vildi
taka. Ilennar yrði í hvívetna forustan sem fulltrúa þings
og stjórnar, og að vísu í samráði við hin stóru almenn-
ingsfélög og opinberar stofnanir og opinbera starfsmenn.
6. A Ð Þ V í er snertir a t v i n n u 1 e y s i, þá virð-
ist sýnt, að ef að horfið yrði að framangreindum ein-
földu ráðum, þá mundi það hverfa að mestu eða öllu
af sjálfu sér. Það, sem á kynni að vanta, yrði bjargráða-
deild varla skotaskuld úr að ráða bóta á með dálítilli ýtni
á sömu einföldu vegum. Dettur mér jafnvel í hug, að
rétt væri að lögleiða, að á meðan kreppan vofi
y f i r, s é h v e r j u m v e r k f æ r u m m a n n i ó 1 ö g-
legt að vera án fastrar atvinnu, enda tæki
ríkið að sér að sjá þeim fyrir atvinnu, sem ekki hefði
hana með öðru móti. Yrði þá bjargráðadeild að hafa al-
menna ráðningastofu á sínum vegum, er allir vinnukaup-
*) Eftir að þetta er ritað, hefi ég orðið var við, að numir
hiemlur liafa ráðið sór káupafólk með þessmn haitti.