Jörð - 01.09.1932, Blaðsíða 142
140
ANDLEGAR UNDIRRÆTUR LÍKAMSHEILSU [Jörð
glæðir aftur á móti heilsuna. Sumir verða aldrei
frískir fyr, en þeir fyrirgefa óvinum sínum;
sigrast á geðvonzku sinni; hefja sig upp yfir það, er þeir
hafa látið erta sig, upp yfir niðurbælda hefnigimi; —
ná því að vera umburðarlyndir og stórmannlegir gagn-
vart meðbræðrum sínum.
ENN er það, að venjuleg hversdagsleg s j á 1 f s-
e 1 s k a dregur margan til vanheilsu. Náttúran hefir vafa-
iaust ekki ætlað neinum manni að hugsa svo mjög um
sjálfan sig og ýmsir gera. Eigingirninni virðist allt snú-
ast um eigið litla sjálfið; dekrar við það í hugmynda-
flugi sínu; sökkvir sér ofan í það, sem það finnur til;
talar um það við aðra — og skapar sér viðurtækileika
fyrir allskonar kvillasemi, sem læknar kannast við.
Þegar einhver hefir svo að segja alla athyglina á
sjálfum sér, þá bregst það varlá, að hann verði heilsu-
veill.
Heilsan er meðfram kaupbætir þess að hafa almenn-
an áhuga á lífinu. Hver, sem er með hugann við starf
sitt, hefir unun af dægradvöl sinni, er elskur að vinum
sínum, skemmtir sér duglega, vinnur duglega og hugsar
um sjálfan sig rétt þess á milli — hann er heill á sál, og
heilbrigð sál er undirstaða heilbrigðs líkama. Þetta er
að vera drengur; þetta að láta meira af mörkum til
heimsins, en út er tekið, svo að vitnað sé í Bemard Shaw.
Sumir verða aldrei frískir fyr, en þeir
e,ru losaðir við athyglina á sjálfum sér
af einhverju, sem þeir viðurkenna af al-
huga, að sé sér meira, og gefa sig því al-
v e g á v a 1 d.
E F A Ð eiginleikar eins og trú, góðvild og óeigin-
girni eru meðal undirróta heilsu og hreysti, þá ætti það
ekki að geta vakið undrun, að framsæknir læknar og
framsæknir prestar finna sig laðast saman í starfinu. í
dag fékk ég t. d. innilegt þakkarbréf fyrir aðstoð við hol-
skurð. Lækninum hafði tekist prýðilega, en á mig var