Jörð - 01.09.1932, Blaðsíða 229
Jörð] RÖKKURSKRAF 227
hefst hann við á fjöllunum að staðaldri, þar sem fram fer
glíman við verkefni lífs hans. Rósabeðjarins vitjar hann,
þegar hann heyrir g 1 e ð i söng unnustunnar óma þaðan;
þá tekur undir í sál hans, hreystimannsins, sem neytir
iðunnarepla á fjöllunum.
Þetta er ævintýrið um h 1 ý ð i n n mann. Hann hlýddi
karlmennskunni í brjósti sér jafnt, þegar hún bauð hon-
um að kveðja dyra á ægifögru meydómsmusteri, og þeg-
ar hún leiddi hann út þaðan — til starfs og dáða.
„E V A“ er „Adam“ freisting; hún freistar hans.
Hún er „veikara kerið“. Hún biður hann að fara ekki frá
sér. Hún segir, að ást hans sé sér allt. Hún biður hann
að fara snemma að hátta og heldur honum í rúminu á
morgnana — ekki vegna þess, að hún hafi ofurmagn
ástríðu, heldur vegna þess, að henni er svo vært. Á kvöld-
in segir hún við hanii: „Hvað ætli þú þurfir að vera að
lesa?!“ Eða: „Hvað ætli þú þurfir að vera að leika þér
eins og krakki?!“ (ef að hann leggur stund á útileika,
að hraustra drengja hætti). Hún nauðar á honum að
hætta við atvinnuna, sem hann hefir, og fá sér heldur
annað að gera, svo að hann geti verið meira heima; og
það þó að tekjur þeirra megi alls ekki minnka, en myndu
gera það við þetta. En sé vinnu hans svo háttað, að hann
vinni heima, þá hefir hann sjaldan fullan vinnufrið fyrir
ávörpum hennar og atlotum; og ýmist þarf hann að
sinna þessu eða hinu fyrir hana. Láti hann ekki allt þetta
eftir henni, þá flóir hún í tárum og heldur, að hann
elski hana ekki lengur. Sannleikurinn er og sá, að með
þessari sífelldu eftirgangssemi um „ást“, (sem „Eva“
kallar svo), er hún í þann veginn að deyða ást þeirra
beggja. Ást sjálfrar hennar er að verða að einni enda-
lausri kröfu, en ást hans að sökkva niður í sauðnauts-
þráa, sem allt telur eftir. En upp úr þráanum gjósa
ofsafengin reiðiköst; hjartagrátur með gnístran tanna
yfir því, sem er að fara fram: pínu og dauða ástarinnar
og pínu og dauða köllunarinnar, sem sál hans var kölluð
með. Köllun hans og ást voru orð Guðs í sál hans, mátt-
15*