Jörð - 01.09.1932, Blaðsíða 11
JÖl’ð]
NYTJUM LANDIÐ
9
F j örugrösum. Um þau segir í áðurnefndri
ritgerð Hjaltalíns, að „alvenja sé á öllum spítöium í Norð-
urálfunni, að menn viðhafi m. a. fjörugrasahlaup handa
dregnum sóttleramönnum, og þyki þetta kröftugra og
betra manneldi en nokkur sagósúpa1). „Þykja fjörugrös“,
segir hann ennfremur, „allrahelzt einkarhentug handa
sjúklingum, sem hafa veiklaða meltingu og þola ekki
þunga fæðu“2). Segist landlæknirinn fyrst hafa haldið,
er hann fvrirhitti rétt þenna á sjúkrahúsum, að þetta
væri einhver dýrindisjurt sunnan úr löndum — en það
voru þá bara rétt og slétt fjörugrös3). Af fjörugrösum
hafa menn hér í landi gert þykkan límkenndan graut, er
mun hafa harðnað nokkuð. Grautur þessi var svo aftur
lagður í vatn og útbleyttur, en því næst skorinn í smátt
og soðinn í mjólk með méli eða bygggrjónum og rjóma
út á, þar sem efni voru til. Lýsingin á matreiðslu þess-
ari er úr Feröabók Eggerts og Bjarna4), og segja þeir,
að þeim þyki grauturinn góður. Magnús Stephensen
stgir, að fjörugrös séu og soðin í sýru5). Dr. Hjaltalín
hefir það eftir amerísku vísindatímariti, að þar í landi
séu fjörugrös víða seld undir nafninu írskur fjörumosi,
og soðin í hlaup, og etin með sykri út á,;). Á írlandi segir
Hjaltalín, að fjörugrasahlaupið sé borðað með sykri og
sýru út á7). Hér á landi fyrir norðan segir hann líka, að
það hafi verið borðað í súrmjólk. Sömuleiðis í Skafta-
fellssýslu3). En súrmjólk er, eins og kunnugt er, mjög í
áliti nú á dögum.
Marinkjarni er þriðja ætiþörungstegundin,
sem hér verður minnst á. Sr. Björn Halldórsson í Sauð-
lauksdal, frumherji garðræktarinnar á landi hér, segir
um hann1'): „Þessi sjávarávöxtur er haldinn beztur af
öllum ætiþarategundum, því hann er bæði þeirra meyr-
l) Bls. 10. -) Bls. 2:1. 3) Bls. 24. J) 2. D, lils. 943. 5) Dr. J.
ITjaltalín: Manneldi, bls. 28. °) Sama bók, bls. 29. 7) Bls. 31. s)
Bls. 32. 8) „Grasnytjar", bls. 144.