Jörð - 01.09.1932, Blaðsíða 223
Jörð]
FAGNAÐARERINDIÐ
221
hans, og það með persónulegu trausti, fremur en nokkurs
manns annars. Hvar skyldi þá fremur upplýsingar að
leita til úrskurðar sérhverju, er snertir mannlegt eðli og
samfélagslegt ?! Svo sannarlega, sem mannlegt eðli og
samfélagslegt er æ hið sama, í aðalatriðum sínum, svo
sannarlega sem til eru lífslögmál, óumbreytanleg ekki
síður en lögmál dauðrar náttúru, jafnsannarlega er ekk-
ert torskilið í því, að hinn sannasti maður og lífsskoðun
hans sé ófyrnanlegt til þeirrar upplýsingar og þess trú-
arinnblásturs, sem hjálpar mönnum og mannfélögum til
að 1 i f a.
Þ A N N I G er það raunar út í hott, er íðunnarrit-
gerðin kemst svo að orði á bls. 198: „Enginn dauðlegur
maður getur séð fyrir enda þróunarinnar. En af því leið-
ir, að engin trúarbrögð hafa flutt þau sannindi, er aldrei
verði haggað“. Eins er það, er ritgerðin telur, að Kristin-
dómurinn sé eiginlega austræn jurt, og hljóti því að vera
annarlegur í norrænum jarðvegi. Kristindómurinn hefir
vitanlega mótast af öllum þeim þjóðum og tímum, sem
hann hefir lagt leið sína um til vorrar þjóðar og vors
tíma. Vitanlega höfum vér sjálf sett mark vort á vorn
eigin kristindóm flestum, ef ekki öllum, fremur. En þó
má vel vera, að í kristindómi vorum gæti óeðlilega mik-
illa austrænna áhrifa. Það mun hin einbeitta sannleiks-
og lífstrú nútíma og væntanlega framtíðar hreinsa úr —
svo sannarlega sem hún verður sjálfri sér trú. Enda er
fullt samræmi milli Jesú Krists og hinnar einbeittu ein-
lægni vorra daga. Hver sem trúir á Jesú Krist og hann
einan, aðhyllist því öruggur sannleika og líf í hvaða mynd,
sem birtist. Því sannleiksandinn, sem ríkti í Jesú Kristi,
hefir vegna persónulegra áhrifa Jesú borist yfir í læri-
sveininn. Almenn upplýsing vorra daga gerir einlægum
lærisveini Jesú þessa víðfeðmu afstöðu eðlilega og raunar
óhjákvæmilega.
Þannig kemur það alveg til mála, að hin fornnor-
ræna lífsskoðun hafi að einhverju leyti verið nær Jesú
Kristi en „kristindómurinn“. Því sé það viðurkennt, sem