Jörð - 01.08.1942, Side 6

Jörð - 01.08.1942, Side 6
F-jAU MÁL, sem efst eru á baugi um þessar mundir, eru stjórn- ^ málin. Margt mætti segja um stjórnmálabaráttuna, ef rúm væri til. Mér virðist, að hún beinist allt of mikið í þá átt, að vera hags- munapólitik. Enginn kemst að opinberum stöðum, nema hann fylgi þeim flokki, sem fer með völd á þeim tima. Jafnvel ekkert farið eftir þvi, hvort maðurinn sé hæfur eða ekki......Þessi stefna er háskaleg, og er vonandi, að almenningur verði þess megnugur, að koma í veg fyrir þetta. Hann getur það, ef hann vill. Eg álít yfirleitt, að flokksræðið sé orðið of mikið hér á landi. Og mér finnst, að islenzku stjórnmálamennirnir séu margir hverir of miklir lýðskrumarar og þeir hugsa allt of mikið um að auðga sjálfa sig á kostnað „háttvirtra kjósenda". Ef þetta á að lag- ast, verða þessir menn að breyla um stefnu, en ég býst við, að það verði erfitt fyrir þá. En fullkomið lýðræði verður ekki fyrr, en sú stefna verður tek- in upp, að velja hæfustu menn i allar stöður, án tillits til flokka; að láta þingmenn ræða um hvert mál á sjálfu Alþingi, en ekki á flokksfundum, þar sem allir eru mýldir; og siðast en ekki sízt, að menn liugsi meira um almenningsheill en eigin stundarhag. í sambandi við stjórnmálin hefur mikið verið rætt um einka- framtak og svo þjóðnýtingu. Eg álit, að öll skynsamleg rök linígi að þvi, að einkaframtakið sé happasælla fyrir hvert þjóðfélag en þjóðnýting. Eg álít sem sé, að það eigi að gefa hverjum einstakl- ingi tækifæri til að njóta sín á frjálsum vettvangi. Þá fer það þann- ig, sem eðlilegt er, að sumir skara fram úr og hljóta þá betri skil- yrði en hinir, sem síður mega sín. Þeir verða því að leita annað og reyna þar að vinna sig upp. Þetta atriði gæli eg rökstutt bet- ur, ef rúm leyfði. i ÞESSUM tímum hefur mikið verið rætt um hættur þær, er stafa "“■ af sambúðinni við hin erlendu setulið, og ekki að ástæðulausu, þvi að þær eru margvíslegar. Einkum hefur verið rætt um, hvaða leiðir beri að fara að því, er snertir verndun tungu og þjóðernis. Tvær leiðir hafa verið nefndar. Önnur að halda tungunni og þjóðlegri menningu sem allra hreinastri og bægja erlendum áhrif- um frá, og er mín persónulega skoðun sú, að ])að beri einmitt að fara þá leið. Hin leiðin er að taka við ýmsum erlendum áhrifum, sem góð geta talizt, og breyta þeim eftir íslenzkum staðhátlum. Þessi leið getur að sumu leyti verið góð, en eg álít, að liún sé svo vandfarin, að betra sé að eiga ekki við hana, þar eð það gæti orð- ið til þess, að erlend áhrif fengju meiri itök hér en þjóðerni okk- ar, tungu og þjóðlegri menningu væri liollt. — Meðal annara orða: Hvað liður hugmyndinni, er próf. Árni Pálsson setti fram í JÖRí> i hitt eð fyrra, um stofnun málverndarfélags/‘ 132 JÖBD

x

Jörð

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jörð
https://timarit.is/publication/467

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.