Jörð - 01.08.1942, Page 7
Elsa I. S. H. Eiríksson:
VIÐ FYRSTU RAUN virðist ákaflega skemmtilegt að verða stú-
dent. Prófsáhyggjurnar hverfa í einni svipan; hvitu kollarnir
glampa i sólskininu; sex ára skólavist er lokið, skólavist, sem
að visu átti sér margar bjartar liliðar, en enginn okkar mundi þó
vilja eiga eftir. Okkur finnst við hafa brotið af okkur þunga hlekki,
að við séum nú loksins frjáls ferða okkar, en framundan blasi við
hfið, lokkandi, heillandi. —
"C'N ÞEGAR mesfa sæluvíman er runnin af okkur, uppgötvum
^ við, að það er ekki eintómt gaman, að hafa lokið stúdentsprófi,
allra sizt nú. Ófriður geisar um heim allan, og valt kann að reyn-
ast að ganga upp i þeirri dulinni, að þjóð vor komist til lengdar
lijá því, að verða að fullu hluttakandi i ófriðarhörmungunum. —
Á slíkum timum eigum við að leggja út í hfið. í fyrsta skipti um
langa hrið — jafnvel á ævinni — eigum við að velja okkur veg
upp á eigin spítur. Við erum að breytast úr áhyggjulausum skóla-
hörnum í alvarlega þenkjandi, fulltiða mannverur. Framtiðin, sem
á skólaárunum lá böðuð i rósabjarma drauma okkar og vona, sveip-
ast nú skyndilega grárri þokuslæðu veruleikans. — Margskonar
efasemdir fara að sækja á oss. Er til nokkurs að leggja á sig margra
ára framhaldsnám til undirbúnings framtíðar, sem allt er i óvissu
um? Er til nokkurs að hefja baráttu fyrir nýjum skoðunum, nýj-
um hugsjónum; verðum við ekki fótum troðin, beygð og brotin
undir járnhælinn, eins og þúsundir menntamanna annarra landa?
Oss virðist tilgangslílið að starfa einungis til að sjá árangrinum
spillt fyrir tilstilli valdásjúkra róstuseggja, sjá öllu fórnað á alt-
ari Mars. — Og hvað er framundan? Verður þar nokkur griðastað-
ur fyrir menntaðan æskulýð, sem þráir frelsi, frið og lifshamingju?
^JVAf) skal gera? Hvert skal stefna? — Það mun óhætt að fnll-
yrða, að þeir eru í meirihluta nú, æskumennirnir, sem lifa
samkvæmt þeirri skoðun, að vinna sem minnst, græða sem mest
°8 eyða sem mestu, — en þeir aftur færri, sem vilja vinna og
starfa að þvi, er þeim sjálfum og þjóðfélaginu sem heild verði fyrir
heztu á þeim erfiðu tímum, sem framundan hljóta að vera. Ef tala
fyrrnefndra lieldur áfram að aukast, er íslenzka þjóðin í liætlu
stödd, því að í kjölfar þessarar stefnu siglir allskonar spilling og
siðleysi, jafnvel fyrirlitning á óbrotnu líferni, hollu starfi og lioll-
mn skemmtunum. Eg treysti mér síður en svo til að benda á leið,
hvernig leysa megi þetta mikla vandamál nú, á dögum lýðskrums
stjornmálaflokkanna, sem löngu hefur numið úr gildi liið gamla
°g góða máltæki: „Sá, sem ekki nennir að vinna, á eigi mat að
f^-" En íslenzka æsku skortir tilfinnanlega forustumenn, er gætu
Jörð 133