Jörð - 01.08.1942, Side 10

Jörð - 01.08.1942, Side 10
LJÓÐASAFN JARÐAR Guðmundur Eyjólfsson Geirdal: í heimi stáls og styrjar HVER getur sagt, hver byrjar, í heimi stáls og styrjar, á stríðs- og deilumálum? Á hatursvegi hálum er öllum hætt við falli, — og aldarfarsins galli er afturvirkur þáttur í menning — dýrsins máttur —, sem átti’ að steypa’ af stalli. Menn heimta auð og veldi, menn hrærast í þeim eldi, sem hatröm ágirnd kyndir. Á báðum augum blindir af öfund fram þeir sækja og heiftarklónum krækja í kjörgrip næsta granna. — í gengi gripdeildanna þeir annan ránskap rækja. Hve stökkt er friðarbandið — allt lífið lævi blandið. Hvert land sinn Júdas elur, í borg og fram til sveita er allt ein ormaveita — allt undanhleypt og grafið og svikaviðjum vafið og hafin styrjar-streita. Enn hótar óöld hörðu og stormar stika um jörðu, þar stáli og eldi rignir, og Helja heiminn signir 136 JÖBÐ

x

Jörð

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jörð
https://timarit.is/publication/467

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.