Jörð - 01.08.1942, Page 11

Jörð - 01.08.1942, Page 11
með hendi glæpa og synda. — í vágný hatursvinda á vonzkan undirtökin, því svigna og brotna hökin sem flök, er hrannir hrinda. Þótt dreymi stóra drauma, er foldin storms og strauma — sem stríðið geysar yfir, svo lamast flest, sem lifir, —— og herst í hnatta eyði við eigin skapa reiði,---- á alheims mælikvarða, ein vesöl skyndi-varða — ein arða’ á himna-heiði. Og á þessari örðu, Guðs himinhelgri jörðu, býr hópur trylltra glanna: tvö þúsund milljón manna. — Sem krakkar milli vita þeir berjast um hvern bita og blóð hver annars teyga. — Þeim grimmdarskot ei geiga, og mega vamm sitt vita. Allt snýst um málminn rauða, menn snúa lífi í dauða og snilli heilans beita að bölsins marki — og breyta svo allri heimsins iðju í eina vopnasmiðju, því allt í rúst skal leggja, og fram hver annan eggja til dreggja- hinnstu hryðju. Hjá morðvopnanna hirði er mannslíf einskisvirði, — en mannsins afl fær gildi, er há skal mikla hildi

x

Jörð

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jörð
https://timarit.is/publication/467

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.