Jörð - 01.08.1942, Page 15
ér reikul mannsins kyggja
og korn, sem björgin byggja.
Ef mannkyn Jarðar ærist,
til áttar sömu hrærist
hver öreind náttúrunnar
frá efsta tind’ til unnar;
til grunna
bjarg hvert bærist.
í vígslóð styrjaldanna
fer vofa landskjálftanna
og vekur jarðareldinn,
sem skekur fjallafeldinn
og kreppir friðarskjólin
í kapp við styrjartólin.
í kösum náir rotna,
og pestar-plágur drottna
við skotnu
bana-bólin.
í höll, sem þorpsins kofa,
brýzt þúsundhöfðuð vofa,
er þrýtur styrjarfullið.
— Menn gleypa’ ei eintómt gullið. —
Og hrokinn innantómur
þar hnígur jafnt og frómur
með hungurkvala-merki
á þjáðum sálarserki.
— Hans verk var
dauðadómur.
Vor jörð er augljóst dæmi
um jarða ósamræmi.
En jafnvægis sér leitar
hvert býli sólna-sveitar.
Ef hnatta samræmd skeður,
hver annan orku hleður
til átaks þess, er lyftir
til flugs og fjötrum sviftir, —
til giftu
knött vorn kveður.