Jörð - 01.08.1942, Page 17
Þeir fáu’, er lífi lialda,
er lækkar bló'ðsins alda,
þeir lenda veikum báti
í feikn og dauðans fáti
á Ararat, sem Nói,
þó engum huga frói
sú auðn, er sjónum mætir.
Það lítt úr böli bætir,
þótt rætur
grundar grói.
Svo hljóöar þessi saga. —
Hún ómar alla daga
sem andlátsstunur þjóða,
er alheimsauðnin hljóða
sá drukkna’ í eigin blóði —
í dauðans syndaflóði.
Því dómurinn var fallinn.
Þær steyptust fyrir stallinn
með alla
sína sjóði.
í fang þér boðar rísa,
þú drottning elds og ísa.
Þeir illspár naprar þylja
frá sölum heljarhylja:
Þitt vald skal frá þér tekið;
þitt frelsi’ í útlegð rekið;
þitt friðarhæli og tunga
skal fært í fjötra þunga,
og hungur
þjaka þrekið.
Þú eyjan jökulflauma,
þú ættland minna drauma
við yztu norðurhliðin,
sem fóstrað hefur friðinn
í röskar fjórar aldir,
þó styrjar-stormar galdir