Jörð - 01.08.1942, Side 24

Jörð - 01.08.1942, Side 24
j ÚTSÝN | Ágúst Sigurðsson: Heima og heiman VIÐ ÍSLENDINGAR, sem lengst af höfum hírsl úti á hjara veraldar, höfum oft fundið lil þess, að heims- viðburðirnir væru alltof langt frá okkur, svo að erf- ilt væri að „fylgjast með“. Yið höfum litið með fjálglegri virðingu upp til stórþjóðanna og verið þess albúnir að taka við nýungum frá þeim, eins og kæmu þær frá hinni einu sönnu uppsprettu allrar menningar. — Jafnvel hefur mált lieyra það liér, að Norðurlandaþjóðirnar væru alltof litlar til þess að nokkurt gagn væri að því, að eiga mök við þær, ahl væri þar í smáum stíl og þær réðu engu um rás sögunnar. Ekki þurfum við lengur að kvarta vfir því að við séum aí- skekktir. Island hefur að vísu ekki verið dregið til heims- borganna og stóru landanna, en stóru löndin hafa sent okk- ur fjölmenna fulltrúasveit — og það alveg heim á hlað. — Yið erum sviptir öllu sambandi við Norðurlöndin, og' sitjum ]>ví að menningaráhrifum stóru þjóðanna einna. — En hvað skeður? Nú verða þeir, sem töluðu um smæð og þýðingar- levsi Norðurlandaþjóðanna að hlusta á ])að — og ekki hvað sjaldnast af vörum hinna stóru þjóða sjálfra — að Norður- landaþjóðirnar séu einhverjar hinar mestu menningarþjóðir lieims og að einmitt þær geti verið öðrum lil fyrirmyndar. HOLLUR er heimafenginn haggi,“ segir gamalt máltækh sem þráfaldlega sannast á einstaldingum og þjóðunn En nokkuð er það mismunandi, hvað við köllum að vera heima. Stundum eigum við við ]>að að vera á sínu eigin heini- ili, en við getum líka talað um það að vera heima í byggðar- laginu; og séum við erlendis þýðir „heima“ sama og á ísland)- Og mörgum íslendingi fer svo, Jiegar hann keniur úr ferða- lagi um Evrópu til Norðurlanda, að honum finnist hann að hálfu leyti vera kominn „heim“. Hann er kominn i umhverfi. 150 jörð

x

Jörð

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jörð
https://timarit.is/publication/467

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.