Jörð - 01.08.1942, Síða 36

Jörð - 01.08.1942, Síða 36
útveginn meira einhliða störf og fær því meiri æfingu, en ég hygg þó, að meiru valdi, að vinnan er oft ákvæðis- eða á- góðahlutavinna; til þess að hera sem mest úr býtum, verður að vinna af kappi, en það er einmitt nauðsynlegt, til þess að ná góðum vinnuhraða. Allir, sem stundað hafa íþróttir, vita, að höfuðskilyrði til þess að ná framförum, er að gera eins og maður getur. Alveg sama gildir um vinnuna; hún er íþrótt á sína vísu; öll störf á að iðka sem íþrótt. Þegar unnið er í hópum, eru skilyrði til að læra hver af öðrum og til sam- keppni, en þesskonar vinnufyrirkomulag er algengara við sjóinn, lieldur en í sveitinni. Ég hef stundum orðið þess var, að ýmsir taka því illa, el' fundið er að vinnuaðferðum þeirra og afköstum. Þeir skoða aðfinnslurnar sem móðgun og tilraun til að pína ranglega sem mesta vinnu út úr verkafólkinu. Allt þetta her vott um virðingarleysi fyrir vinnunni. Þelta fólk hefur ekki gert sér það ljóst, að öll vinna er kunnátta, og það telur það virðingu slnni ósamboðið að læra að vinna. Það gerir sér ekki grein fyrir þvi, að aukin afköst eru ekki sama og aukið erfiði, held- ur réttar aðferðir og æfing. Það skortir verkmetnað, að öðr- um kosti mundi það keppa að því að standa þeim jafnfætis, sem kunna störfin. Það hefur ekki gert sér það Ijóst, að dag- Iaun eiga ekki að vera greiðsla fyrir ákveðinn vinnutíma- fjölda, heldur fyrir ákveðin afköst og þau afköst hljóta að miðast við dagsverk þeirra, sem vinna störfin af kunnáttu og leikni, og að það er augljós skortur á verkmenningú, að hið gagnstæða skuli vera til og vera liðið, því verkmenning er ekki einungis verkkunnátta, heldur fyrst og fremst verk- leikni. í Búalögum eru ákvæði um, hvað skuli vera hæfileg dags- verk af ýmsum algengum störfum. Þetta sýnir merkilegan þátl í verkmenning fyrri alda. Forfeður okkar málu vinnuna eftir afköstum og höfðu skapað sér ákveðnar viðteklir og lög þar að lútandi, sem þeir höfðu í heiðri. Vegna breyltrai' tækni, viðhorfs og verkefna eru þessar gömlu reglur nú úr- ellar, en við berum ekki lengur þá virðingu fyrir vinnunni, að við höfum séð þörf þess að setja um hana ný „Búalög“. (N.l.)- 1()2 jgBD
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Jörð

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jörð
https://timarit.is/publication/467

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.