Jörð - 01.08.1942, Side 55
ingi á legstein niinn, en þeir skulu aldrei skrifa orðið „svik-
ari“ á enni mitt, meðan ég er lifandi.“
„Ég þegi ekki,“ æpti Ósra og spratl á fætur. „Og heldur
vil ég deyja þúsund sinnum, en verða konan vðar. Því að
svikari eruð þér — svikari — svikari!“ Hún hækkaði rödd-
ina svo, að hann óttaðist, að heyrast mundi til hennar, jafn-
vel allt niður í forsal. En hann gerði enn tilraun til að telja
um fyrir henni.
„Svikari, já,“ sagði hann. „Ég, Nikulás á Festenhurg, er
svikari. Ég viðurkenni það, en enginn maður mun heyra þá
viðurkenningu, meðan ég lifi. Og hversvegna gerðist ég
svikari?“
„Til að vinna Zenda, kastala bróður míns.“
„Ég sver það, að svo var ekki,“ hrópaði hann og færði sig
nær henni. „Ég hræddist það ekki að lapa spilinu, en mér
fannst óþolandi að vinna J)að ekki. Það var ekki það, sem
ég lagði undir, heldur það, sem þér lögðuð undir, sem kom
mér til að hafa rangt við. Það er undarlegt, að þér skuluð
elcki vita, hver áhrif andlit yðar hefur á karlmenn.“
„Sé andlit mitt fagurt, ætti það að hvetja menn til dáða,“
sagði hún. „Snertið mig ekki, snertið mig ekki. Mér þykir
leill að þurfa að draga að mér sama andrúmsloftið og þér
og þurfa að horfa framan í yður. Já, ég vildi, að ég gæti dáið.
Konur af okkar ætt vita líka, hvernig þær eiga að deyja.“
IJáð liennar og fyrirlitning gerðu hann ofsareiðan. Hann
greip um sverðshjöltun og dró brandinn úr slíðrum. En hún
stóð kyrr, og horfði á hann ísköldum augum. Varir hennar
i)ærðust snöggvast í bæn, en hún lét ekki bugast.
„Ég skora á yður,“ sagði hann óstyrkri röddu og reyndi að
liafa stjórn á sér. „Ég skora á yður!“ En meira fékk hann
ekki sagt.
„Ég skal hrópa um svik yðar út um alla Strelsauborg,“
sagði hún.
„Felið þá guði sál yðar. Þér munuð deyja eftir eina min-
útu.“
Hún stóð enn hreyfingarlaus, hann færði sig nær henni
uieð brugðið sverðið. Þegar hann var kominn i höggfæri,
jörd 181