Syrpa - 01.06.1914, Síða 8
198
SYRPA
,,En ekki fer eg að segja neinum
frá innihaldi bréfsins, þó eg þýöi
það á ensku“, sagði eg.
,,Eg er ekkert hræddur um það“,
sagði Arnór; ,,en hitt veit eg, að
frú Colthart lætur ýmsa kunningja
sína Iesa bréfið, þegar það er komið
á ensku. Til þess er leikurinu gjörð-
ur. Eg ætla samt að sporna við
því í lengstu lög, að bréfið veröi
þýtt á ensku“.
,,En frú Colthart kemur á morg-
un“, sagði eg.
,,Látum hana koma. Uún fær
ekki bréfið í sínar hendur, fyr en eg
er búinn að tala við konuna, sem
segist vera systir Madeleine Vanda.
Og þú ætlar að fylgja mér til henn-
ar, þegar eg er orðinn frískur aftur?
En annað kvöld skal eg Iofa þér að
lesa bréfið og eins dagbók mína.
Þá skilurðu, hvernig í öllu liggur;
og þá vona eg að þú Iáir mér það
ekki þó eg vilji halda þessu leyndu
— jafnvel fvrir nánustu frændum
mínum og vinum“.
Eg hét honum því, að halda þessu
leyndu og veita honum alt það lið,
sem mér væri unt, og þakkaði hon-
um fyrir að bera svona mikið traust
til mín. Og svo töluðum við ekki
meira um það í það sinn. En eg
óskaði af öllu hjarta, að næsti sól-
arhringur yrði fijótur að líða.----
Daginn eftir kom frú Colthart og
talaði lengi við Arnór, en hversu orð
fóru mcð þeirn, veit eg ekki, því eg
var ekki heima, þegar hún kom.
Það eitt er víst að hún fékk ekki
bréfið. Og það kom aldrei til þess
að eg þýddi það á ensku.
Þegar eg kom heim um kveldið
mætti eg gamla O’Brian ístiganum.
Hann var, eins og vanalega, kími-
leitur og glaðlegur á svipinn, en þó
sá eg strax að honum bjó eitthvað
mikið í brjósti.
,,Eg heíi .nokkuð að segja þér,
sonur minn“, sagði hann. Og mér
virtist hann verða sem allra snöggv-
ast, ofurlítið alvarlegur. Og eg
hélt að hann ætlaði að fara að segja
mér eitthvað um Arnór.
,,'Er Arnór nú veikari en hann
var í morgun ?“ sagði eg.
,,Nei, nei“, sagði O’Brian og
brosti, ,,það var ekki honum við-
víkjandi, sem eg ætlaði að tala við
þig. — Hann Arnór okkar er úr
allri hættu, sonur minn elskulegur.
Og hamingjunni sé lof fyrir það !
Það kom líka kona hingað í dag til
að finna hann. Og það veit trúa
mín, að fyrirferðar-meiri né föngu-
legri konu hefi eg aklrei áugum litið.
Ef hún er ekki komin íbeinan kven-
legg frá dóttur hans Jóns FalstafT
hiris feita, þá heiti eg ekki Patrekur
O’Brian. Eg mætti henni í morgun
hérna í þessum stiga, sem viðstund-
um nú í. Og með henni var dálítill
drenghnokki. Eg lyfli hattinum,
eins og írsku prúðmenni sæmir, og
hún tók kveðju minni kurteislega.
,Eg er frú Colíat', segir hún. ,En
eg er herra Patrekur O’Brian1, segi
e8')- >Og ert þá írskur?* segir hún.
,Eg hefi tekið þann heiður að erfð-
um', segi eg, ,og stæri eg mig þó
ekkert af því. En er þetta sonur
þinn, sem með þér er, frú Coldhcart?
Fallegur drengur þetta !‘ ,Já það
er sonur minn; og hann er enskur í
húð og hár, sem betur fer‘, segir
hún. ,Eg samgleðst þér af öllu
hjarta, frú Coldhcart!‘ segi eg. ,Eg
heiti ekki Coldat, heldur Coltat',
segir hún og var dálítið önug, ,Eg
bið afsökunar, frú Colthearl', segi
eg; ,en hvað er drengutinn þinn