Syrpa - 01.06.1914, Síða 12

Syrpa - 01.06.1914, Síða 12
2Ó2 SYRPA geta lagt til hliöar hálfan annan dal á viku.---------Nú er eg búinn aö fá fulla vissu um þaö, aö Henry Trent er dáinn, Hann dó áriö 1873. Hann hafði verið drykkjumaður mik- ill og bláfátækur alla æfi, en fremur vel að sér og meinhægur. Dóttir hans er á lífi. Hún heitir Edna, komin yfir tvítugt, og er nú ef til vill gift. Hún á heima einhversstaö- ar í útjaöri þessarar borgar. Það verður vafalaust mjög erfitt fyrir mig aö finna hana. En konan sem býr í húsinu númer 843 á Oak- stræti, hefir góðfúslega lofaö því, að reyna aö finna þessa stúlku fyrir mig. 30. Septcmber. Mikið hefi eg reynt til að finna dóltur Henry Trent. En hingað til hafa allar mínar tilraunir, í þá átt, veriö alveg árangurslausar. Konan (frú Blair) í húsinu númer843 á Oak- stræti er nú algerlega hætt viö að leita, og segir hún aö stúlka þessi muni vera farin burt úr Brooklyn. --------Eg hefi aö lokum fengiö lögregluna í liö með mér. En þaö eru sönn vandræöi, aö fást viö þá menn í þessum sökum, því að þeir vilja endilega fá aÖ vita, af hverju eg þarf aö finna dóttur Henry Trent. Fjórum sinnum hefi eg fariö yfir á aðal-lögreglustöövarnar og talaö viö yfirmennina þar, og í hvert sinn hafa þeir heimtaö, aö eg segöi ský- laust frá því, hvaða erindi eg ætti viö stúlku þessa. Og eg hefi hvaö eftir annaö reynt að skýra þeim frá því, eins skilmerkilega og mér hefir verið mögulegt. Samt hefi eg séö þaö á þeim að þeir hafa ekki trúaö mér. Og ef til vill skilja þeir mig ekki fyllilega, af þvi eg á mjög örö- ugt með að mæla á enska tungu. Ekki hefi eg viljað biöja B. . frænda minn að túlka fyrir mig, því eg vil draga þaö í lengstu lög, aö láta hann vita um þetta málefni. 17. Október Þaö er ekki minsti vafi á því, aö lögreglan hér í Brooklyn hjálpar mér aldrei til að finna dóttur Henry Trent. Yfirmennirnir þykjast að vísu hafa allan hug á því, og segja mér aö bíöa og vera rólegur. Þrátt fyrir þaö er eg viss um, aÖ þeir hafa ströngustu gætur á öllum mínum athöfnum, því hvar sem eg fer um borgina á kvöldin, eftir að eg er hættur aö vinna, þá verÖ eg altaf var viö einhvern, sem viröist veita mér nákvæmar gætur. Og mér finst eg vera sannfæröur um, að leynilögregluþjónar séu stööugt á hælunum á mér. Að líkindum held- ur lögreglan aö eg sé einhver mis- indismaður. — Seinast, þegar eg kom yfir á lögreglustöðvarnar.spuröi einn yfirmaðurinn mig, hvernig há- tíöarbúningur íslenzkra kvenna væri og hvort eg heföi séö skáldiö og feröamanninu Bayard Taylor áþjóð- hátíðinni 1874. Eg reyndi aö lýsa fyrir honum hinum íslenzka kven- búningi en sagöist ekki hafa séÖ Bayard Taylor, Eg er alveg sann- færöur um, að myndir hafa verið teknar af mér, á meðan eg var aö segja honum frá þessu, þó eg reynd- ar sæi þar engan meÖ ljósmyndavél. Siöan hefi eg haft einhvern ímugust á lögregluliöinu. 19. Oktáber í gær lá illa á mér. Eg gekk mér til afþreyingar suöur á Oak-stræti, Þegar eg var búinn að borða kvöld-

x

Syrpa

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.