Syrpa - 01.06.1914, Qupperneq 25

Syrpa - 01.06.1914, Qupperneq 25
ÍSLENZKAR ÞJÓÐSAGNIR 215 Hann var svo snar í öllum hreifing- um að snginn kom á hann höggi,og slapp ómeiddur milli raðanna. Skifti þá Þorleifur liði sínu. Nokkrir eltu Bullufranka er rann suður endilanga eyna, en hinir færöu skipið. Þegar suður kom á syðsta eyjarhala steypti ræningjaforinginn sér í sjóinn og lagðist til sunds þvert yfir ísafjarð- ardjúp og stemdi á Ögurhólma. Voru þá hinir komnir með knörrinn, og hófst nú eltingaleikur bæði harð- ur og langur. Þorleifur stóð í fram- stafni með byssu sína hlaðna, og lét skotin óspart dynja á skrokk ræn- ingjaforingjans; en ekkert sýndist ætla að d'uga. Bullufranki synti í ótal króka, og stakk sér undan skot- unum, og gjörði Þorleifi og félögum hans sem erfiðasta eftirförina. Þann- ig barst leikurinn þvert yfir djúpið, og hafði þá Þorleifur sent honum 19 skot úr byssu sinni, og ræninginn þó ósærður. Var þá all-skamt eftir til Ögurhólma. Þá tók Þorleifur byssuna í 20 skifti, og var nú venju fremur lengi að því. Sögðu svo liðsmenn hatis að þá myndi hann hafa tjaldað því sem til var af dul- speki sinni, og fornum fræðutn! Sagði Þorleifur þeim að þetta yrði sín síðasta sending til Bullufranka, og ef hún eigi hitti fjanda þann, myndi hann aldrei verða af mönnum sigraður. En svo fóru leikar, að hinn hraust' ræningjaforingi, lét líf sitt fyrir þessu töfraskoti; og Þorleifur frels- aði ísfirðinga úr greipum hans, og þág bæði lof og laun fyrir hið mikla þrekvirki sitt. Klettagjá ein er í Ögurhólma að vestan,er síðan er nefnd Bullufranka gjá. Þar féll ræningi þessi fyrir morðvopni GaldraLeifa. — Gjáin er hið eina sém heldur nafni hans á lofti. Líkið af Bullufranka rak upp í Ögurhólma og var þar dysjað sem annað svívirðilegt hræ. Það var á- litið Óguðlegt ver’k að grafa leyfár slíks stórglæpamanns í vígðri mold og innan um sannkristna menn. Það gat ntáske raskað ró framliðinna væri hann fiuttur þangað. Þannig var trúin í þá daga. Löngu síðar blésu bein hans upp. Og sólin skrældi höfuðkúpu Bullu- franka um langan aldur. Svo sagði mér gamall maður og sögufróður, er fæddur var um 1776 að fram á sína daga, hefði hauskúpa ræningjaforingans verið þar á hrakn- ingi fyrir öldum hafsins. Hún hefði verið óvenjulega stór og sterk. — Hefði hún liklega átt skilið að kom- ast á eitthvert forngripasafnið, væri hún enn við liði. Þegar Þorleifur kom til Ögurs aftur, spurði Ari hvernig gengið hefði. Þorleifur svaraði: Loksins verður lýðnum rótt, — lyktaði sagan þanninn — að fjandinn hefir sjálfur sótt svarta glæpamanninn. IV. Bullufranki var nú fallinn, en það var ekki alt búið fyrir því. Hann átti enn á lífi aldraða móðir suður á Spáni. Hún var hin vesta galdra- norn og fordæða. Þegar hún hafði sannfrétt með hvaða hætti sonur hennar lét lífið, hugði hún ágrimmi- legar hefndir. Keypti hún þá að
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Syrpa

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.