Syrpa - 01.06.1914, Qupperneq 28

Syrpa - 01.06.1914, Qupperneq 28
218 SYRPA Nú héldu menn að öllu væri lokið. En Þorleifur sagfði að ekki væri rétt að láta þá steppa undan, ef annars væri kostur, þeir myndi þá leggja annarsstaðar að landinu og ræna þar og drepa. Ari bað hann sjá fyrir því, ef hann mætti. Þorleifur kvaðst reyna myndi. Fær hann sér þá mjólkurtrog eitt mikið og fylti það með vatni nær því á barma, og bjó um eftir fullkonin- ustu reglum listar sinnar. Sagði hann Ara að betra myndi að fólk hans héldi sér innivið um stund. Ari kvað svo vera skyldi. — Þá tók himinn að sortna í suðurátt, og dró upp fyrir sjóndeildarhringinn bik- svart ský með einkennilegri lögun. Þorleifur dýfði einum fingri í trogið og gjörði gára á vatninu. Þá fór að kasta stormkviðum á sjóinn, og ræninga skeiðin tók til skriðs fram úr Ogurvík. Þorleifur deyf þá þrem fingrum í trogið og rótaði hraðar í vatninu. Stormurinn harðnaði þá um helming og rifnuðu seglin öll í smá pjötlur á ræningja gnoðinni. Þá deyf hann allri hendinni í trogið, og gjörði þar öldur svo stórar að féll yfir trogbarmana. Þá herti líka storminn svo afskaplega, að ræningjaskipið kastaðist á linningar og brotsjóir gengu yfir. Strengir og stög hrökku þá sundur sem brunninn þráður og siglutrén brotn- uðu niður við þilfar og féllu útbyrð- is. Alt af sortnaði meir og meir, og 'ait lék á titringi eins og himinn og jörð væri að hrynja saman. Þeir sem eigi vissu liver olli þessum ó- sköpum héldu að komin væri dóms- dagur, og fóru að þylja bænir sínar. Einungis Ari ríki og fieimamenn hans, vissu vel að það var Þorleifur gamli á Strandseljum sem stjórnaði þessum feikna stormi, svo öllu þar var óhætt. Stormur þessi varaði þó ekki lengi. En þegar honum slotaði og birti til, var ræningjaskipið horfið. Allir töldu víst, að það væri nú á mararbotni. Nokkru síðar kom þó fregn sú, að skip eitt mikið og mastralaust, hefði rekið upp á grænuhlíð norðan megin ísafjarðardjúps og brotnað þar í spón, en skipverjar allir látið þar lífið. Af ýmsum munum er fundust úr skipi þessu, varð ráðið, að það var frá Algier á Afríkuströnd- um. VI. Þorleifur var eitt sinn við fiski- veiðar í Bolungarvik. Hvort liann var formaðnr eða háseti er eigi kunnugt. Á Stigahlíð, sem þar er all-nærri, er gömul fornaldardys og kölluð Öl- vers haugur. Ekki er neitt kunnugt um haugbúa þann, þvi hans er hvegi getir í íslenzkum fornsögum. Þegar fiskur er á útmiðum er róið þar fram með landi. Skipverjar báðu Þorleif eitt sinn er þeir röru þar framhjá, að lofa sér að sjá pilt- inn, ef liann orkaði nokltru með kraftaljóðum og kyngi sinni. — Þor- leifur var tregur til, og kvað enga nauðsyn að knýja dauða menn fram úr gröf sinni, til að svala forvitni manna. Fyrir þrábeiðni þeirra lét hann þó tilleiðast. Þá kvað hann þessa vísu: Bölvaður ölver bröltu fram úr bæli þínu, kynja draugur kvalin pínu komdu og hlýddu máli mínu.*) *) Líklega hefir engin alþýöuvlsa veriö
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Syrpa

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.