Syrpa - 01.06.1914, Síða 34
224
SYRPA
sannleikann, vissi eg ekkert hvaö
,,konungs-bolti“ var; en eg vildi
ekki, aö ókunnugur maöur yrði var
viö fáfræöi mína og brá því fyrir
mig lygi rétt í svipinn. Hann geröi
aö konungs-boltanum. Alt það,
sem við það græddist í eina átt,
það tapaðist í aðrar áttir. Þaö tók
nú upp á þeim skolla, að ganga
dálítinn tíma og taka sér svo hvíld.
Leggja á stað aftur og hvíla sig á
ný, rétt eftir því, sem því kom þá
og þá í hug. Og í hvert skifti, sem
það fór af stað, þá sló það mig eins
og ofhlaðin byssa. Eg lagði þófa
á brjóstið á mér nokkra daga.svoþaö
slasaði mig ekki, en þreyttist á því
og fór enn til úrsmiðs.
Hann tók þaö alt í sundur í ör-
smáar agnir og velti þessari eyði-
legging sinni — smá-ögnunum —
fyrir sér einkar ánægj'ulegnr á svip-
intv; loks gaf hann þann úrskurð, að
það h 1 y t i að vera eitth vað að hjól-
skorðunni. Hann gerði við þá bil-
un og setti það af stað. Nú starfaði
það með trú og dygð að öðru en því
að þegar það kom á tíumínútur til
tíu, þá tókust báðir vísirarmr fang-
brögðum eins og þeir ætluðu að
reyna með sér, og upp frá því úrðu
þeir samferða. Hinn elsti maður í
heimi hefði ekki getað fylgst nveð
tímanum eftir slíkurn úr-glapa, svo
enn þá einu sinni mátti eg leggja
upp í úrsmiðs-leit. Sá náungisagði,
að kristallinn hefði b o g n a ð — spá-
ný saga — og að aðalfjöðrin væri
ekki b e i n. Einnig gat hann þess,
að það þyrfti , ,að skóa“ vissan
hluta úrsins. Hann gerði alt þetta
grandgæfilega, og nú starfaði úrið
óaðfinnanlega að öðru en því, að
þegar það hafði gengið átta stundir
þá losnuðu öll bönd af gangverkiuu
alt í einu og það tók til að æða og
suða eins og bífiugur í búi; vísarnir
fóru með þvílíkum ofsa-hraða hring
eftir hring, að á þeim sást engin
lögun,en mynduðu eins konar slæðu,
er sýndist breidd yfir úrið að framan
þeir þutu 24 stundir á 6 mínútum,
og þá hættu ósköp þessi, er enduðu
með all-hvellri þrurnu. Yfirkonvinn
á sál og tíkama af ókjörum þessum,
drógst eg enn til úrsmiðs, og gaf
nákvæmar gætur að honuni, nveðan
hann var að tæta úrið í sundur, því
að þetta tók að gerast nokkuð al-
varlegt mál. Úrið hafði kostað 200
dollara og eftir því, sein eg gat
næst konvist, hafði eg borgað 2 til
3,000 dollara fyrir aðgerðir á því.
Um leið og eg var að athuga aðfarir
þessa náunga, þá þekti eg hann.
Hann var gamall kunningi nvinn, —
liafði verið vélastjóri á gufubát og
það mjög lélegur vélastjóri í lilbót.
Hann aðgætti hvern hluta úrsins,
eins og embættisbræður lians höfðu
gert og kvað síðan upp dóminn með
sama spekings-svip:
,,Hún hefir of mikið g u f u - a f 1
þér þurfið að hengja s k r ú f u 1 y k -
i 1 i n n á hana — á öryggis-
b1öð k u n a. —“
Eg klauf hundingjann í heröar nið-
ur á vettvangi og lét grafa hann á
minn kostnað.
Vilhjálmur föðurbróður minn,(sem
nú er, því miður, dáinn), sagði oft,
að hver hestur væri góður hestur
alt þar til, að hann fældist. Sömu-
leiðis: að góð úr væru g ó ð úr svo
lengi sem þau kæmust ekki í hcnd-
ur á úrsmiðum. Og hann þráði
mjög að fá að vita, hvað yrði síðar
um alla katla-kákara, byssu-sniiði,
skó-smiði, úr-smiði, véla-smiði og
járn-smiði. En á því gat enginn
frætt hann, cig — svo dó hann út
úr því. þ. G. Th. þýddi.