Syrpa - 01.06.1914, Page 42

Syrpa - 01.06.1914, Page 42
232 SYRPA ekki stilt sig • lengui1, enn fór að skellihlæja, um leið og hennar fín- gerða, smáa hendi hvarf í hans feikistóru. Hver hlátur skellurinn af öðrum, byrjaði og bagnaði. Presturinn flýtti sér að segja, að verið væri að iesa “Pickwick klúppinn.” “A, ha! Já, hann getur svei mér verið hlægilegur,” sagði söðlusmið- urinn. “Hafið þér lesið hann,?” spurði prestur. “Um bað leyti sem eg var í vestur- heimi, las eg flesta enska rithöf- unda; eg á verk flestra þeirra’,’ svaraði hann, og fór að segja þeim frá hinum ódýru alþýðlegu bóka út- gáfum í Ameríku. Hlátur ungra stúlkna er alls ekki gott að bæla niður, enda tók hann sig upp aftur og aftur, hvað eftir annað. Jafnvel eftir aö söðlusmið- urinn hafði kveikt í pípu sinni, og byrjað var á lestrinum aftur. Nú fengu þær fyrst ástæðu til að hlægja. Presturinn sem að stund- arkorni liðnu var orðinn þreyttur á lestrinum vildi hætta, enn þá bauðst söðlasmiðurinn, til þess að halda honum áfram, og var það þegið. Enn hann þuldi það fram af munni sér, svo dræmt og þurlega með svo einkennilegri áheyrzlu á manna- og bæjar hcituin að ein- göngu framburðsins vegna, varð hláturinn ómótstæðilegur; presti* urinn sjálfur fór að brosa, enginn hinna reyndi að gjöra gyllingar til að bæla niður þennan ákafa hlátur. Stúlkurnar voru ekki aö gjöra sér neina grein fyrir því, hversvegna allir fóru að hlægja, þær hlógu að- eins og það meira að segja eftir að þær voru komnar upp á svefnher- bergið. Meðan þær afklæddu sig, gengu þær eins og söðlasmiðurinn, heils- uðu hver annari og töluðu rétt eins og hann mundi gjört hafa, reyndu að bera fram hin útlendu orð, með enska framburðinum lians Magnliildi tókust best eftirherm- urnar, hún hafði tekið betur eftir öllu enn liinar. Þá var hún fimtán, á sextánda ár- inu. Daginn eftir voru þær allar tóm- stundir sínar inn í borðstofunni sem verið var að umbreyta og gjöra að vinnustofu. Söðlasmiður- inn sagði þeim frá margra ára veru sinni 1 Vesturheimi, frá ferðalögum sínum í Englandi og Þýzkalandi; hann tvinnaði spaugi inn á milli, og hélt áfram tali sínu, án þess að létta nokkuð á vinnu sinni. Frá- sögnum hans fylgdu tilheyrendurn- ir með aðdáun. Þær urðu þess naumlega varar, hvernig þær smátt og smátt hættu að lilægja að honum, enn í þess stað dáðust að sögum hans. Heldur ekki fyr, enn seinna tóku þær eftir því, hve mikið þær höfðu lært af honum. Hans var mikið saknað þegar hann fór, meiri partinum af sam- vcrustundum sínum; fyrstu dagana eftir burtför hans eyddu þær í sam- tali um hann, sem aldrei algjörlega dó. Tvent liafði haft mestu álirifin á Magnliildi. Pyrst og fremst hinir cnsku og þýzku söngvar sem hann söng fyrir þær. Hún liafði ekki skilið kvæðin nema hending og hendingu; enn liversu höfðu ekki hljómarnir, lögin, hrifið hana!—Þau

x

Syrpa

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.