Vekjarinn - 01.12.1903, Page 4

Vekjarinn - 01.12.1903, Page 4
4 og eins mikinn pappír og þú óskar. Nú verð jeg að fara, en þú verður að biðja fyrir mjer áður on jeg fer.“ Herramaðurinn kraup niður við rúm krypp- lingsins, tók höndum fyrir andlit sjer og gat varla varizt gráti. Pað kom nærri því engilsvipur á veika dreng- inn á meðan hann bað Jiægt. og innilega: „Herra Jesús. Jeg veit að þú heyrir mig, og jeg þakka þjer fyrir að þú hefur sent þennan góða mann til mín, til að hvetja mig í starfi mínu. En, kæri herra Jesús, hann er svo hryggur yfir því, að hanu hefur ekki starfað nóg fyrir þig að undanförnu. Viltu nú ekki hjálpa honum til þess að vanrækja ekki neitt af því, sem hann gæti gjört fyrir þig upp frá þessu? Kæri herra gefðu honum og djörfung til að tala við aðra ríka menn og segja þeim, að það sje ómögulegt að þeir elski þig, eí þeir gjöra ekkert fyrir þig! Svo þakkajeg þjer íyrir, drottinn minn, að jeg má eiga von á nógum pappír og góðu fæði upp frá þessu. Það verður ef til vill, til þess að jeg lifi lengur, og get gjört meira fyrir þig. Já, blessa þú drottinn minn þennan góða mann í öllum efnum fyrir sakir nafns þíns.“ „Amen“ sagði gesturinn með mikilli alvöru, og kvaddi sjúklinginn rjett á eptir. Áður en hann fór úr borginni gjöiði hann ráðstafanir til að Tómás gæti haft allsnægtir það sem eptir væri og svo fór hann heim til búgarðs síns og royndi að holga Jesú allt líf sitt og efni. Hann byggði stórt hús fyrir kristilegar samkomar og talaði þar opt sjálfur.

x

Vekjarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vekjarinn
https://timarit.is/publication/500

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.