Vekjarinn - 01.12.1903, Síða 7

Vekjarinn - 01.12.1903, Síða 7
7 skipti á aðfangadag jóla. Þess vegna voru hjörtu okkar gagntekin af gleði og þakklæti við góðan Guð. Yngsta barnið okkar var lítil stúlka nærri 3 ára gömul, sem hjet Elísabet. Hún var eina barnið okkar, sem ekki varð veikt. Litla „Beta“ okkar var mjög elskulegt barn, og hafði svo frábæra hæfileika af jafn ungu barni, að alla furðaði á svörurn hennar og spurningum, hún var yndi og eptirlæti okkar beggja og allra, sem þekktu hana. Par að auki elskaði hún Jesúm aí öllu sínu barnslega hjarta, bað opt, og varð mjög fegin, þegar jeg eða kona mín, sögðum henni einhverja frásögu úr lífi frelsarans, einkum þótti henni vænt um að heyra jólaboðskap- inn og um siðustu daga frelsara vors.----------Hefði Drottinn minn spurt mig og sagt: „Jeg verð að fá eitt barna þinna til að gróðursjeta það í himneska garðinum mínum, hvert þeirra má jeg taka?“ Þá hefði jeg svarað: „Æ, Drottinn minn, þú veizt að jeg elska börnin mín öli, en yngsta barnið mitt litia má jeg sizt missa, ef þú vilt lofa mjer að halda því af náð þinni." — En þegar börnin hlupu glöð í kring um jólatrjeð, voru að horfa á ljósin og sýna hvert öðru jólagjafirnar, þá benti konan mín hljóð- lega á „Betu“ litlu. Barnið stóð með spenntar greipar og horfði brosandi á jólaljósin, það skein svo mikil og innileg gleði úr augum hennar að and- lit hennar var líkast engilsandliti. í sama bili greip okkur sú hugsun, að þetta væri fyrirboði um að Drottinn mundi kalla hana bráðlega burtu, og okkur Yöknaði báðum uin augu. Jeg gekk til hennar og

x

Vekjarinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vekjarinn
https://timarit.is/publication/500

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.