Vekjarinn - 01.12.1903, Page 9

Vekjarinn - 01.12.1903, Page 9
9 sem hún hafði sjeð í anda á jólanóttina. Gyllti engillinn, sem jeg hafði búið til og sett í toppinn á jóiatrjeð, hallaðist nú yflr líkið með útbreiddum örmum, og það var eins og hann væri komiun til að segja: „Óttastu ekki barnið mitt, jeg flyt þjor mikinn fögnuð, því að frelsarinn er fæddur í dag fyrir þig.“ — Pá varð sál mín full af gleði og jeg tók fiðluna mína af veggnum, — hún hafði hvílt sig á meðan barnið var veikt, — og við gátum sungið vonglöð í þrengingunni: „Þó jeg sýnist sviptur vinum, sveima einn um lífsins braut, sorga rökkri svörtu hlaðinn, sje jeg eina bót í þraut. Hafi jeg Jesúm, Jesúm einan, jeg hef sól, sem ávallt skín Betlehems hin blíða stjarna ber þann ljóma, er aldrei dvín. Yertu sæl, eisku litla ijósið mitt, og gleð þig undir himneskum jólatrjám, þangað til við fáum að mætast aptur þegar góður Guð kallar migbuit úr þessum synda heimi heim til sín. Þannig voru fyrstu jólin, sem jeg iifði með harmþrungnu hjarta og fjekk þó yflrgnæfandi hugg- un. — Hin jólin, voru þrem árum síðar. Konunni minni hafði sýnilega hnignað þegar Elisabet okkar dó, þó hún væri örugg í trúnni. Læknarnir gátu ekki bætt henni neitt, og kraptamir urðu smám saman

x

Vekjarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vekjarinn
https://timarit.is/publication/500

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.