Vekjarinn - 01.12.1903, Síða 10

Vekjarinn - 01.12.1903, Síða 10
10 minni, svo ab jeg hugsabi opt dapur í bragði um barnahópinn minn. Og þegar nú jólin nálguðust, var jeg að hugsa um, hvort rjett væri að undirbúa nokkra jarðneska jólagleði fyrst konan mín væri veik, og hvort ekki væri nóg að gleðjast i anda yfir fæð- ingu frelsara vors. Því að það er erfitt að vera að undirbúa yiri fagnað og gleði, þegar hjartað er hryggt allt til dauða. Jeg talaði um þetta við konuna mína einu sinni þegar jeg sat við sóttarsæng hennar, en hún tók því mjög fjarri. „Elskan nrin,“ sagði hún, „er ekki Jesús Kristur, Drottinn vor, orðið maðurtil þess að reka brott ekki að eins synda eymd vora, heldur og alla voru tímanlegu harma? Þú mátt ekki svipta börnin okkar jólagleði þeirra, og því síður máttu gefa söfnuði þínum svo slæmt eptirdæmi, að ekki sje nóg trú á heimili prestsins til þess að jólagleð- in geti komið þar, þótt sorg og veikindi sjeu fyrir. Hraðaðu þjer, góði minn, að undirbúa allt til jól- anna.“ Svo brosti hún blítt og hvetjandi til mín, eins og hún hafði gjört þrásinnis meðan allt ljek í lyndi; jeg hresstist sjálfur við það og blyggðaðist min fyrir, hversu trúarveikur jeg væri. Guð veitti mjer auk þess þá gleði að konan mín varð hress- ari vikuna fyrir jólin, og gat farið í fötin stundar- korn á daginn, og hafði hún þó ekki treyst sjer til þess mánuðum saman. Þegar jeg svo kom heim í rökkrinu og undirbjó eitthvað til jólagleðinnar, bjó t. d. til lítinn garð til að láta jólatrjeð í, eða tók npp gjafir tjl barnanna, og konan nrin sat föl

x

Vekjarinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vekjarinn
https://timarit.is/publication/500

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.