Vekjarinn - 01.12.1903, Page 14

Vekjarinn - 01.12.1903, Page 14
14 um allt mitt líf, og mæta hjá honum öllum heilög- um, og þar á meðal ástvinum mínum. En þess ætla jeg að biðja meðan má, að Drott- inn Jesús huggi alla hrygga og bágstadda, og þeir opni hjörtu sín fyrir honum, svo að hann geti kom- ið og tekið sjer bústað hjá þeim. Já, kom herra Jesús. Amen. (Grömul saga optir þyzkan prest.) Yinur minn, sem ert hryggur og sorgbitinn, og finnst ef til vill að lífið þitt sje lítið annað en böl og mæða, reyndu að læra af þessari sögu, að enginn harmur er svo þungur, að Jesús geti ekki ljett hann, ef þú vilt lofa honum að gjöra það, ef þú vilt lofa- honum að fá yfirráðin yfir hjarta þínu. Það er þetta stóra ef, sem öll hfsgleði þín og far- sæld beggja megin grafarinnar er komin undir. Þjer sýnist nú ef til vill að margii; eigi góð og gleðileg jól, þót.t enginn viti til að þeir hafi gengið í læiisveinahóp Krists, það er ekki svo undarlegt, þótt þjer sýnist það, því að nóg eru ijósin og við- höfnin í húsum sumra heimsbarnanna, en það er ekki annað en fánýt augnabliksgleði, sem þau eiga, svo mörg, sem ekki hafa heyrt jólaboðskapinn með hjarta sínu. I'að er meiri og sannari jólagleði í hreysum truaðra fátækiinga og sjúklinga, en í söl- um ríkra vantrúarmanna, og ef þú sæir inn í hjörtu vesalings vantrúarmannanna á alvörustundum lífsins, mundir þú kenna í brjósli um þá, og ekki öfunda þá af glaumnum, sem þeir varpa sjer opt út í til

x

Vekjarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vekjarinn
https://timarit.is/publication/500

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.