Vekjarinn - 01.12.1903, Page 19

Vekjarinn - 01.12.1903, Page 19
19 einkum trúræknina, og leit því líka til jarðar. — Lúther spennti þá greipar á ný. „Drottinn," sagði hann, þessi börn hafa gleymt þjer. Pau sjá eptir því. Pau vilja elska þig, já þau elska þig. Þau vita að öll gleði kemur frá þjer. Jeg vona að þau skilji og muni eptir, hvera- ig stendur á gleði vorri í dag, og hvernig stendur á Ijósunum, gjöfunum og litla vaxenglinum í trje- toppinum. — Sjáið þið blaðið, sem hann heldur á? Hvert ykkar getur sagt mjer, hvað jeg hef skrifað á það? IV. Þau vissu það öll, og sögðu viðstöðulaust þessi blessuðu orð: „Sjá jeg flyt yður mikinn fögnuð, sem veitast mun öllu fólki, því að yður er fæddur frelsari í dag, sem er Drottinn Jesús Kristur í borg Davíðs." — Svo settist hann niður og fór að skýra fyrir þeim þenna boðskap. „Frelsari," sagði hann, „er fæddur í dag! í dag? — Nei, þvi að það eru yfir 1500 ár síðan. Samt er þessi boðskapur ætíð boðskapurinn mikli, og gleðin ætíð gleðin mikla! Hvernig skyldí standa á því börn? — Ef einhver kæmi núna og segði við ykkur: Jesús er hjerna við dyrnar, hanfi kemur rjett í þessu frá Jiimnum þín vegna, einmitt ]nn vegna! Hvílik gloðitíðindi, hvílíkur fögnuður væri það ekki! Og þetta sem, jeg segi, er einmitt satt. Jesús, sem vjer töiurn um i dag, er sá sami og Josús 2*

x

Vekjarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vekjarinn
https://timarit.is/publication/500

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.