Vekjarinn - 01.12.1903, Page 20

Vekjarinn - 01.12.1903, Page 20
20 fyrstu jólanna, og hann, sem kom vegna allra, kem- ur og vegna hvers einstaks hver jól. ■—- Boðskap- urinn er mikill, og hver maður getur tileinkað sjer hann, eins og Jesús hefði að eins komið vegna hans. — Gleðin er og mikil, sem sjerhver maður getur hftndl- að sem sína eign. Hvaða gleði skyldi vera meiri en sú, að vita að synd sín er friðþægð og fyrirgef- in, og maður sjálfur elskaður og frelsaður? — Frels- aður! — Vitið þið hvað það er? — Barn er að leika sjer á fljótsbakka; það dettur; straumurinn ber það með sjer. Blómabrekkan er að hverfa, sólin, mamma og pabbi, já allt er að hverfa! — - En bíðum við. Hugrakkur maður hef- ur sjeð barnið detta. Hann hleypur og varpar sjer í ána, og ber það í land. — Frelsað! frelsað! enn sá fögnuður! Það er barn að villast út. í skógi; myrkrið er komið, og hvergi sjest til vegar. Úlfarnir eru farn- ir að ýlfra og það griilir í bjarndýr miili trjánna líkt og vofu. En það er velvopnaður maður að leita að barninu. Hann kallar á það og finnur það. — Frelsað, frelsað, hvílíkur fögnuður. Börnin min, þið eruð öll við þetta fljót, eða í þessum skóg. — Blómabrekkan er lífið ykkar. — En rjett ltjá fellur fljót syndarinnar, og brekkan er hál, og blómin hylja það opt fyrir ykkur. Pið haf- ið ftll rekið fæturna niður í fljótið. Jeg þekki barn, sem skrökvaði nýlega; jeg held það hafi því miður heitið, — — komdu Jóhann, vei tu ekki að _gráta drengur minn, en hlustaðu á það, sem jeg ætla að

x

Vekjarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vekjarinn
https://timarit.is/publication/500

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.