Vekjarinn - 01.12.1903, Side 23

Vekjarinn - 01.12.1903, Side 23
23 börnin. „Já, Jesús bíður, og hvað ætlið þið að gefa honum ? Jeg get sagt ykkur það fyrirfram að hann kærir sig að eins um eitt, og ef þið synjið honum þess, kannast hann ekki framar við ykkur: Hann viil fá hjörtu ykkar börn, fá að eiga hjartað einsam- all og skilyrðislaust. Við foreldrarnir ykkar viljum reyndar eiga hjört.un ykkar, það er satt, en við elskum ykkur samt ekki eins og Kristur hefur elskað ykkur og elskar ykkur enn í dag, og það erum við, pabbi ykkar og mamma, sem segjum: Jesúm fremur öllu, Jesúm alstaðar, elskið okkur, en í honum, vegna hans, næst honum; og minnsti parturinn af þessum kærleika, sem hann heigar, verður nægilegur til að gjöra ykkur auðsveip og góð börn, gleði okk- ar og prýði. Þá munið þið einnig læra að elska allar dýr- keyptar mannssálir í honum og hans vegna. Þá munuð þið geta glaðst með glöðum og grátið með hryggum. Þá munið þið eptir því að það, sem vjer gjörum gott fátækum, hryggum, veikum eða ferða- mönnum, það höfum vjer auðsýnt honum. Pað er harður vetur núna, en þó erum við glöð og ánægð, laus við hættur og veikindi. — Hlustið á, hvernig stormurinn þýtur og sjáið, hvernig hann þyrlar upp snjónum. Og einmitt núna eru mörg fátæk börn, sem sitja í dimmum kofum, og hafa ekki annað ljós en snjóinn, ekki annan mat en þurt brauð og ekki aðra skemmtun en öskrið í storminum; það eru líka margir veslings forðamenn úti núna. — Ó, jð, börp! jeg hef reynt það sjálfur. Pegar jog

x

Vekjarinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vekjarinn
https://timarit.is/publication/500

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.