Vekjarinn - 01.12.1903, Blaðsíða 24

Vekjarinn - 01.12.1903, Blaðsíða 24
24 var að læra í Eisenach, varð jeg opt og einatt að ganga hús úr húsi til þess að fá mjer kvöldmat., hvernig sem veðrið var. Þá var það ein hugsun sem veitti mjer þrek, þótt jeg væri kaldur og svang- ur, svo að jeg lagði ekki árar i bát: „Það er ekki jeg,“ sagði jeg við sjálfan mig, sem stend hjer fá- tækur og klæðlítill, en það er Jesús! það er hann, sem fólkið annaðhvort opnar fyrir eða hrekur brott. “ — Hrekur brott? Jeg formælti þeim ekki, sem hröktu Jesúm brott, en jeg aumkaði þá. Þegarjeg fjekk góðar viðtökur, fannst mjer eins og nærvera mín við borðsendann mundi flytja blessun Guðs inn á heimilið. Stundum var jeg samt. kjarklitill. Jeg var búin að ganga æðilengi eitt kvöid og þorði hvergi að berja að dyrum. Alstaðar skinu jólaijósin, al- staðar var gleði og alsnægtir. Jeg sagði með gremju við sjálfan mig: „Það er hvergi rúm fyrir þigídag, það eru allir of kátir til þess að skipta sjer af þeim, sem grætur." Jeg grjet beisklega. Mjer fannst, eins og traust mitt á Jesú væri að þverra. Hálfdimmur gluggi gaf mjer samt dálítinn kjark. Jeg barði að dyrum. Á litlu jólatrje voru fjögur Ijós nærri útbrunnin, eitt handa hvei ju barni; móðir þeirra var fátæk ekkja. Það var tekið við mjer með opnum örmum, og það voru blessaðir tímar, sem jeg var þar. Mjer finnst það vera beztu jóiín, sem jeg hef lifað. Munið Jess vegna cptir fátækllngunuiu um jólln,“ —

x

Vekjarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vekjarinn
https://timarit.is/publication/500

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.