Vekjarinn - 01.12.1903, Page 25

Vekjarinn - 01.12.1903, Page 25
25 VI. Hann þagnaði og börnin hrukku saman. Það voru barin 3 högg á hurðina. Var þetta ákveðið fyrirfram? Peim datt það ef til vill snöggvast i hug, en sáu á alvörusvip föður síns að það var ekki. „Katharína, “ sagði hann, „viltu fara fram og gæta að hver það er?“. — Hann leit spyrjandi framan í hana, þegar hún kom inn aptur. „Guð stýrir öllu dásamlega,“ sagði hún, „það er fátækur ferðamaður. “ — Börnin hoppuðu upp af gleði og Lúther gekk fram að dyrunum. En svo nam hann allt í einu staðar, heilsaði moð lotningu og gaf börnunum merki um að vera róleg. — Það þurfti samt ekki, þau stóðu grafkyr. „Fátæki ferða- maðurinn" var Jóhann Friðrik kjörfursti, vinur Lút- hers og verndari hans. Hann hristi snjóinn af kápu sinni. „Ferðamaður" sagði hann, „já fátækur iíka, reyndar ekki alveg —, og þó er það svona samt fi,ð við furstar erum sífátældr, því að við þurfum allt af meira, en við höfum. Gott kvöld doktor Marteinn og doktor Filippus! Gott, kvöld frú Katharína. Myrkrið hjáipaði mjer til að koma ykkur að óvörum Jeg hef reyndar vitað lengi doktor Marteinn að orðið „fátæklingur" getur* opnað dyrnar hjá yður. En tmg langaði til að reyna það sjálfur og það heppn- aðist. Annars er jeg hjer á snöggri ferð um bæinn." „Vill þá „fátæklingurinn" ekki setjast niður snöggvast?" spurði Lúther. „Jú; jeg er fús til þess,“ — „Má bjóða eitt

x

Vekjarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vekjarinn
https://timarit.is/publication/500

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.