Vekjarinn - 01.12.1903, Page 32

Vekjarinn - 01.12.1903, Page 32
V 32 bóndinn, sem seldi honum trjeð, hafði sagt í mikilli geðshværingu: „Drottinn blessi yður, doktor Lúther. “ II. Loks er komið kvöld. Börnin bíða í næsta her- bergi. Dyrnar opnast, en faðir þeirra nefnir þau ekki á nafn, af ótta fyrir því að nefna ef til vill einu of margt. — Þau koma inn, en segja ekkert. Tj-jeð var samt ekki lengi að draga þau til sín. Gjöf- unum er úthlutað. Fyrst er talað í hálfum hljóðum og svo hærra; fyrst er farið hægt og hijóðlega um, svo er farið að hlaupa; fyrst er reynt að bæla hlát- urinn og svo er honum gefinn laus taumurinn. Barnahláturinn hressir og styrkir, það færist nýtt líf i alla. Lúther átti í baráttu við sjálfan sig. Hann stóð við ofninn eins og árið áður og konan hans og Melankton standa hjá honum, en honum íinnst óviðfeldið að ekkert skuii virðast breytt. En þessi tilfinning smáhverfur. Hefði verið hægt að spyrja Magdalenu ráða, hefði hún leyft, já heimtað þenna fagnað. Þessi hugsun veitti honum hugsvölun, og hann fór smám saman eins og að sjá í anda hina hugljúfu dóttur sína svífa glaða og brosandi meðal systkina sinna. Svo eru nú jólin allt af jól. Tárin geta raunar komið þá daga, en þau eru hreinni, mildari og helgaðri en endranær. Eigi að síður efaðist Lúther enn um hugrekki sit.t og þrok. „Filippus," sagði hann, „þú ættir að taia Lil barnanna í þetta skipti."

x

Vekjarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vekjarinn
https://timarit.is/publication/500

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.