Vekjarinn - 01.12.1903, Page 39

Vekjarinn - 01.12.1903, Page 39
39 stúlkan. „Mig langaði ekkert til að komast í marg- mennið, jeg er óvön þessum ærslagangi á jólanóttina.* „ Allt af ertu nógu sjervitur. En segðu mjer annars hvað þú fjekkst í jólagjöf. “ „ Jeg fjekk ekki aðra jólagjöf en þá, sem jeg hef átt lengi og allt af er mjer jafukær. “ „Hvað ertu að meina?“ „Hvað jeg meina? — Yeiztu ekki hvað skeði á jólunum? Veiztu ekki að Kristur er sjálfur bezt» jólagjöfin?" „Æ góða vertu ekki að koma með svona skraf! Hvað ætli yrði úr skemmtunum okkar, ef allir færu að grubla út í þessháttar?" „Þú átt bágt," sagði aðkomustúlkan og gekk út að glugganum, iypti upp gluggatjaidinu og horfði til himins; hún var að biðja fyrir þessu gálausa frændfólki sinu. Friðurinn og Gleðin gagntóku hjarta hennar. Pau komu að litlu húsi fátæklegu. Það var hávaði upp á loptinu, svo að þeim varð fyrst litið þangað. — í Jitlu þakherbergi sat aldraður maður og þrír synir hans á rúmfletum við spilaborð. Stór brennivínsflaska stóð á miðju borði, og drukku allir feðgarnir úr henni á víxl, jafnvel þótt yngsti son- urinn væri ekki eldri en 13 ára. „Konan" var að hita kaffi. — Hún var vitanlega ekki gipt; því að þar sem vantrú og kæruleysi ríkir, þai’ iifir margt íólk saman líkt og heiðingjar eða — dýr. — Lítill

x

Vekjarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vekjarinn
https://timarit.is/publication/500

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.