Vekjarinn - 01.12.1903, Page 39
39
stúlkan. „Mig langaði ekkert til að komast í marg-
mennið, jeg er óvön þessum ærslagangi á jólanóttina.*
„ Allt af ertu nógu sjervitur. En segðu mjer
annars hvað þú fjekkst í jólagjöf. “
„ Jeg fjekk ekki aðra jólagjöf en þá, sem jeg hef
átt lengi og allt af er mjer jafukær. “
„Hvað ertu að meina?“
„Hvað jeg meina? — Yeiztu ekki hvað skeði
á jólunum? Veiztu ekki að Kristur er sjálfur bezt»
jólagjöfin?"
„Æ góða vertu ekki að koma með svona skraf!
Hvað ætli yrði úr skemmtunum okkar, ef allir færu
að grubla út í þessháttar?"
„Þú átt bágt," sagði aðkomustúlkan og gekk
út að glugganum, iypti upp gluggatjaidinu og horfði
til himins; hún var að biðja fyrir þessu gálausa
frændfólki sinu. Friðurinn og Gleðin gagntóku hjarta
hennar.
Pau komu að litlu húsi fátæklegu. Það var
hávaði upp á loptinu, svo að þeim varð fyrst litið
þangað. — í Jitlu þakherbergi sat aldraður maður
og þrír synir hans á rúmfletum við spilaborð. Stór
brennivínsflaska stóð á miðju borði, og drukku allir
feðgarnir úr henni á víxl, jafnvel þótt yngsti son-
urinn væri ekki eldri en 13 ára. „Konan" var að
hita kaffi. — Hún var vitanlega ekki gipt; því að
þar sem vantrú og kæruleysi ríkir, þai’ iifir margt
íólk saman líkt og heiðingjar eða — dýr. — Lítill