Vekjarinn - 01.12.1903, Page 47
47
Ilganda heitir ríki eitt í miðri Suðurálfunni,
og er þar römm hjáguðadýrkun, Stanley kom þangað
1875, og skrifaði samkvæmt tilmælum heiðna kon-
ungsins eptir kristniboðum til Englands. Brjefið var
7 mánuði á leiðinni, en þremur dögum eptir að það
var prentað, var búið að gefa 90 þúsund krónur
til trúboðs í Uganda. Skömmu síðar iögða 8 fyrstu
trúboðarnir af stað, en óhollt loptslag og ofsóknir
heiðinna manna styttu þeim og mörgum fleiri aldur.
Samt tóku nokkrir heiðingjar trú. En um og eptir
1885 geysaði ofsókn gegn þeim og þá var dauða-
sök á Uganda að kunna að lesa, því að það lærðu
þeir ekki annars staðar en hjá trúboðunum. Þá
|. horfði óvænlega fyrir trúboðið þar í landi, og þá
reiknuðu vantrúar-mennirnir í kristnu löndunum,
sem ekki voru vanir að rjetta neinum hjálparhönd,
hversu mikið fje og mörg mannslíf hefðu farið „til
ónýtis“ í Uganda. En reynslan hefur sýnt nú, hvað
þessháttar reikningar eru fjarri sanni, þar sem gjört
er ráð fyrir að jafnlítið muni verða framgengt „næstu
ár eins og að undanförnu" og þar sem verið er að
meta sálir manna til peninga. Ef þú ert efabland-
inn þá íhuga þessar tölur: 1893 voru um 500 skírðir
heiðingjarí Uganda en 1903: 30 þúsund, 1893 var
Þar ein kirkja en 1903: 700 kirkjur og kristileg fund-
arhús, 1893 voru 20 innlendir trúhoðar að breiða
út kristindóm, en 1903 rúm 200; 1893 var kristin-
dómurinn alveg ókunnur í nágrannalöndunum, en
nú kosta krístnir menn í Uganda sjálflr trúboð í
þremur nágrannalöndum.