Nýjar kvöldvökur - 01.12.1906, Blaðsíða 4
MÝJAR KVÖLDVÖKUR.
Egi 1 1.
Saga frá Þelamörk.
Eftir John Lie.
Eftir jólin kom nýr drengur í skólann.
Hann hét Egill frá Bakka. Hann var Iítill og
grenlulegur, fölleitur og magurleitur. Augun
voru stór og lágu utarlega, og var augnaráðið
hvarflandi og vandræðalegt. Hræddur og feim-
inn læddist hann inn í skólastofuna, og settist
yzt á neðsta bekkinn.
Bakki var mílu vegar frá bygðinni, úti í
óbygðum. Það var ímunnmælum, að á fyrri
tímum, áður en svartidauði geisaði yfir Iandið,.
væri átta býli undir Bláfjalli. Nú var þar alt
skógi vaxið. Eini bærinn þar var Bakki, sem
stóð undir fjallinu sunnanverðu. Þar sáust glögg
merki gamalla akra og steintófta. Nú varþað
að mestu vaxið hrísi og skógi, því að Tingstað,
einn af ríkustu bændunum í því bygðarlagi, átti
Bakka, og hafði þar selstöðu. Enginn hafði
viljað búa þar, fyr en Þorgrímur Indriðason
tók jörðina gegn litlu eftirgjaldi. Aðalatvinna
hans var daglaunavinna hjá bændunum í bygð-
inni. Konan sá að mestu um heimilið. Hún
ræktaði akurinn, og heyjaði fyrir fáeinum geit-
um, sem þau áttu.
Hún vann baki brotnu dag og nótt, en
það var henni ofraun, því að hún var heilsu-
naum. Börnin dóu nær því eins ört og þau
fæddust. Egill var fjórða barnið. Pað leit út
fyrir að hann mundi lifa; en þegar hann var
árs gamall, dó móðir hans.
Pá flutti amma hans að Bakka, og tók að
sér að sjá um drenginn og heimilið eftir föng-
um.
Það var snemma morguns, kennarinn var
ekki kominn, og í skólastofunni voru ærsl og
ólæti.
Sumir voru að lesa, sumir að tala sam-
an og hlæja, og sumir voru hjá Asíuuppdrætt-
inum, bentu á hann með reglustikum, og voru
að þræta um hvar Síam væri.
Út við arninn voru nokkrir stálpaðir strák-
ar, og léku sér að því að gera vinnukonunum
ýmsar skráveifur, klípa þær í handleggina,
stíga ofan á tærnar á þeim, eða hrinda þeim
frá arninum, svo að þær gætu ekki ornað sér.
Allir höfðu augun á nýja skóladrengnum.
Hann fann það, og þorði ekki að líta upp, en
lét sem minst á sér bera, og óskaði að hann
gæti smogið inn í vegginn.
Hann var mjög fátæklega klæddur, og föt-
in fóru afarilla utan á honum, því að ekkert
fatið var upphaflega sauniað handa honum sjálf-
um. Gráa treyjan hans var of stór, og svörtu
buxurnar of litlar; þær náðu ekki nema á mið-
jan legginn.
«Hefir nokkur séð slíkasjón!», sagði einn
drengjanna, og benti með fingrinum. Hann
átti við stóru og ólögulegu prjónahúfuna hans
Egils.
Allir í stofunni hlóu og flissuðu nerna Egill.
Hann vissi að verið var að hlæja að sér, og
roðnaði út að eyrum. Hann færði sig innar,
svo að hannvar nærri dottinn niður af bekknum.
Hvar átti hann að fela sig, leita sér skjóls fyrir
hlátraillviðrinu?
Eftir litla stund þagnaði hláturinn. Allir fóru
að stara á Egil og virða hann fyrir sér frá
hvirfli til ilja. Hann hafði ristarskó á fótunum,
sem voru honum alt of stórir; þeir voru af
ömmu hans. Það lá við að allir færi aftur
að hlæja.
Hann var þveginn og kembdur, og fötin
voru hrein og ógötótt. — Enginn tók eftir
því, en þeim þótti það svo gaman, að þau
voru öll bætt með mislitum bótum.
«Hann hefir náð í mislita kyrtilinn hans
Jósefs», sagði einn.
«Hvaðan ertu», sagði annar.
«Frá Bakka», sagði Egill Iágt.