Nýjar kvöldvökur - 01.12.1906, Blaðsíða 18
16
NÝJAR KVÓLDVOKUR.
stend þá sigri hrósandi með skrínið, sem. eg
á síðustu stundu hefi hrifsað af honum. Pií
skilur".
«Jú, eg skil, og þetta sýnist alt vel út
reiknað. En mundu samt, að þetta getur ver-
ið hættulegur leikur, og sjáðu um að ekkert
skotvopn sé við hendina, því þá gæti farið
illa fyrir mér; en eftir á að hyggja. hvar sef-
ur föðurbróðir þinn",
«A þriðja lofti — og karlinn vaknar ekki
þótt úr fallstykkjum væri skotið á húsið».
Eftir stundarþögn segir Jak alt í einu:
«Heyrðu lagsmaður, hvað á allur þessi gaura-
gangur að þýða, hér hlýtur eitthvað að liggja
á bak við. Hvað hefir systir þín til saka
unnið».
«Ekki neitt, ekki neitt» flýtti Bennie sér
að svara, «mig langar bara til að gjöra hana
ofurlítið hrædda, af því hún í morgun var að
stríða mér og gjöra lílið úr mér, Hún geng-
ur með þær vitlausu grillur í höfðinu, að engri
konu þyki neitt varið í nokkurn mann, nema
að hann hafi borið hana eða einhverja aðra
kvensnift ofan stiga eða —»
«Pví þá einmitt ofan stiga?"
„Út úr eldi», á eg við, «eða þá hent sér
í vatnið eftir einhverju, eða einhvern veginn
í fjandanum hætt lífi sínu. Pað er svo sem
sama þótt það sé biksvartur kolamokari eða
fjósamaður eða hvað annað, hún vill að öll
kvennþjóðin falli á kné fyrir honum og 1 í 1 -
biðji hann».
«Eg skil þig ekki ennfyllilega», sagðijak,
«þú ætlast þó vænti eg ekki til að eg fari að
bera hana systui' þína ofan björgunarstigann.»
«Nei, nei, engan veginn, hvorki þú eða
neinn annar myndi heldur leika sér að því;
en hún hefur lágar hugmyndir um mig og eg
kæri mig ekkert um, að hún sé að breiða þær
út til — til— annara; skilurðu það ekki?»
„Jú, nú sé eg hvað þú ert að fara. Þú
vilt að systir þín og aðrir komist að þeirri
niðurstöðu að~ Bennie de Forrest hafi hugrakt
hjarta ogsé engan veginnn sú gunga, semýmsir
hafa lialdið.. í eitíu orði að hann sé hetja;
því segir þú þetta ekki strax vafningalaust ?»
„Af því", sagði Bennie og roðnaði út að
eyrum, «hu, hu, af því það er ekki eins og
þú segir, hu, hu, svona alveg, og þó, þó, ef
ef til vill líkt og þú gazt upp á, Jak».
*
* *
Það var liðið fast að miðnætti; allir sváfu
á heimili de Forrest, að einum undan teknum.
Það var grannleitur maður, sem laumaðist á
sokkaleistunum út úr herbergi sínu á öðru
lofti og ofan stigann. Rétt á eftir var kveykt
Ijóstýra í insta herberginu og síðan laumast
fram að strætisdyrunum, og þeim lokið upp.
Hár maður kom þegar inn um þær með grímu
fyrir andliti. Báðir mennirnir gengu þegjandi
inn í insta herbergið, og sá fyrriefndi benti þar
á lítinn járnskáp í einu horninu og stóð lykill-
inn í skránni.
«Parna mun skrínið vera, sagði hái mað-
urinn í dimmum róm», og benti á skápinn.
«Já, en talaðu ekki svona hátt Jak, við
verðum að fara gætilega".
«Þú ert fölur, Bennie, þú munt þó ekki
vera orðinn hræddur strax«.
<Nei, nei», en þegar Bennie horfði á fata-
ræflana, barðastóra hattinn og grímuna; gat
hann eigi dulið hræðslu sína; «þú lítur út eins
og voðalegastí ræningi» sagði hann í hálfum
hljóðum ofurlítið skjálfraddaður.
«Eðlilega, jeg ásetti mér að koma fram
sem leikinn ræningi, en hefurðu nú skamm-
byssuna?"
„Já, hérna er gripurinn, en heldurðu að
það sé nú nauðsynlegt að skjóta þessum tveim
skotum, seni við töluðum um, ætli það sé eigi
bezt að sleppa því?»
«Ní ræður þú félagi, það ert þú, sem hefir
komið þessu á stað, og þú verður því sjálfur
að ráða fram úr öllu».